Þetta hefur verið góður dagur fyrir kenískar konur á HM í frjálsíþróttum í Suður-Kóreu. Nú í hádeginu sópaði Kenía til sín verðlaununum í tíu þúsund metra hlaupi kvenna, rétt eins og í maraþoninu í morgun.
Kenía hefur því fengið fyrstu sex verðlaunapeningana sem í boði voru í Daegu í Suður-Kóreu, þar sem heimsmeistaramótið hófst í nótt.
Vivian Cheruiyot kom fyrst í mark á 30 mínútum og 48,98 sekúndum. Sally Kipyego og Linet Masai, sem átti titil að verja, komu næstar.
Cheruiyot er einnig skráð til leiks í fimm þúsund metra hlaupi.
Keníukonur rúlluðu tíu þúsund metrunum líka upp
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti


„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn


Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti