Ólafur: Bestu leikir mínir gegn Noregi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. ágúst 2011 06:30 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar eftir að hafa lagt upp mark fyrir Heiðar Helguson í leik Íslands gegn Noregi í september í fyrra. Mynd/Anton Ólafur Jóhannesson er vongóður fyrir leik Íslands gegn Noregi sem fer fram ytra eftir eina viku. Hann valdi landsliðshóp sinn í gær. Ísland mætir Noregi og Kýpur í byrjun september en Ólafur hefur valið 22 leikmenn fyrir leikina. Ísland mætir svo Portúgal ytra í október og verður það síðasti leikur Ólafs með landsliðið. „Norðmenn eru með frábært fótboltalið og hafa staðið sig feiknarlega vel. Við höfum verið með þeim í riðli í síðustu tveimur keppnum og við verðum einnig með þeim næst. Þessi lið þekkjast því mjög vel.“ Ísland hefur tvívegis gert jafntefli við Noreg undir stjórn Ólafs og einu sinni tapað naumlega. Það var á heimavelli í núverandi undankeppni er Ísland tapaði, 2-1. „Kannski hafa þessir þrír leikir verið þeir bestu sem liðið hefur spilað undir minni stjórn.“ Jafnteflin tvö sem Ísland gerði við Noreg í síðustu undankeppni reyndust Norðmönnum dýrkeypt. Fyrir vikið komust þeir ekki í umspil um sæti á HM 2010. „Þeir eru meðvitaðir um það. Samt sem áður hefur umræðan í Noregi fyrst og fremst snúist um leik þeirra gegn Dönum þann 6. september. Vonandi halda þeir því áfram og gleyma okkur.“ „En einhverra hluta vegna hefur leikstíll Norðmanna hentað okkur í gegnum tíðina. Við erum því þokkalega bjartsýnir fyrir þennan leik.“ „Að undanförnu hef ég verið að skoða leiki okkar gegn Norðmönnum og við komum til með að leggja upp með að spila stífan varnarleik gegn þeim úti. Við höfum eitt stig sem við ætlum okkur að verja en við munum reyna að sækja tvö.“ „Kýpur er svo lið sem við vitum minna um. Kýpverjar hafa skipt um þjálfara og eflaust hefur eitthvað breyst hjá þeim. Það hefur líka gengið illa að fá upptöku af þeirra leikjum.“ Ísland hefur mætt Kýpverjum tvívegis ytra á undanförnum árum - einu sinni í núverandi undankeppni og einu sinni í æfingaleik. Liðin gerðu jafntefli í bæði skiptin. „Við vitum því ágætlega mikið um þá. En þegar á heildina er litið verða þetta tveir hörkuleikir fyrir okkur.“ Ísland tapaði 4-0 fyrir Ungverjalandi fyrr í mánuðinum og segir Ólafur að sú ferð hafi ekki nýst honum vel. „Við prófuðum að spila með einn djúpan miðjumann - ég held að við ráðum ekki við það. En mér fannst liðið spila boltanum ágætlega á köflum - við héldum boltanum ágætlega og gerðum betur en við höfðum gert í síðustu leikjum á undan.“ „En svo fengum við á okkur mark og það er eðlilegt að leikur liðsins hafi dottið niður eftir það enda sjálfstraustið lítið. Við byrjuðum svo ágætlega í seinni hálfleik en það fjaraði svo út.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ólafur hættir með landsliðið í haust Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, mun ekki halda áfram með íslenska landsliðið eftir að undankeppni EM lýkur í haust. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú áðan. 25. ágúst 2011 13:19 Geir: Leitin hafin að næsta þjálfara Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um þjálfaramál A-landsliðs karla en tilkynnt var í dag að Ólafur Jóhannesson myndi ekki halda áfram í starfinu þegar núverandi samningur hans rennur út. 25. ágúst 2011 14:36 Geir: Nýr þjálfari fær nægan tíma Geir Þorsteinsson segir að það hafi ekki verið nauðsynlegt að ráða nýjan þjálfara strax í sumar til að gefa honum meiri tíma til að aðlagast nýju starfi. 25. ágúst 2011 23:15 Gunnleifur og Veigar Páll aftur inn í A-landsliðið Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti Noregi og Kýpur í undankeppni EM í næstu viku. Ísland og Kýpur mætast í síðasta heimaleik íslenska liðsins í undankeppni EM 2012 þriðjudaginn 6. september en fjórum dögum áður fer liðið til Noregs og mætir heimamönnum á Ullevi í Osló. 25. ágúst 2011 13:27 Ólafur: Kom ekki til greina að hætta Ólafur Jóhannesson, fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, segir að það hafi ekki komið til greina að hætta áður en samningur hans við KSÍ rennur út. 25. ágúst 2011 15:45 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Ólafur Jóhannesson er vongóður fyrir leik Íslands gegn Noregi sem fer fram ytra eftir eina viku. Hann valdi landsliðshóp sinn í gær. Ísland mætir Noregi og Kýpur í byrjun september en Ólafur hefur valið 22 leikmenn fyrir leikina. Ísland mætir svo Portúgal ytra í október og verður það síðasti leikur Ólafs með landsliðið. „Norðmenn eru með frábært fótboltalið og hafa staðið sig feiknarlega vel. Við höfum verið með þeim í riðli í síðustu tveimur keppnum og við verðum einnig með þeim næst. Þessi lið þekkjast því mjög vel.“ Ísland hefur tvívegis gert jafntefli við Noreg undir stjórn Ólafs og einu sinni tapað naumlega. Það var á heimavelli í núverandi undankeppni er Ísland tapaði, 2-1. „Kannski hafa þessir þrír leikir verið þeir bestu sem liðið hefur spilað undir minni stjórn.“ Jafnteflin tvö sem Ísland gerði við Noreg í síðustu undankeppni reyndust Norðmönnum dýrkeypt. Fyrir vikið komust þeir ekki í umspil um sæti á HM 2010. „Þeir eru meðvitaðir um það. Samt sem áður hefur umræðan í Noregi fyrst og fremst snúist um leik þeirra gegn Dönum þann 6. september. Vonandi halda þeir því áfram og gleyma okkur.“ „En einhverra hluta vegna hefur leikstíll Norðmanna hentað okkur í gegnum tíðina. Við erum því þokkalega bjartsýnir fyrir þennan leik.“ „Að undanförnu hef ég verið að skoða leiki okkar gegn Norðmönnum og við komum til með að leggja upp með að spila stífan varnarleik gegn þeim úti. Við höfum eitt stig sem við ætlum okkur að verja en við munum reyna að sækja tvö.“ „Kýpur er svo lið sem við vitum minna um. Kýpverjar hafa skipt um þjálfara og eflaust hefur eitthvað breyst hjá þeim. Það hefur líka gengið illa að fá upptöku af þeirra leikjum.“ Ísland hefur mætt Kýpverjum tvívegis ytra á undanförnum árum - einu sinni í núverandi undankeppni og einu sinni í æfingaleik. Liðin gerðu jafntefli í bæði skiptin. „Við vitum því ágætlega mikið um þá. En þegar á heildina er litið verða þetta tveir hörkuleikir fyrir okkur.“ Ísland tapaði 4-0 fyrir Ungverjalandi fyrr í mánuðinum og segir Ólafur að sú ferð hafi ekki nýst honum vel. „Við prófuðum að spila með einn djúpan miðjumann - ég held að við ráðum ekki við það. En mér fannst liðið spila boltanum ágætlega á köflum - við héldum boltanum ágætlega og gerðum betur en við höfðum gert í síðustu leikjum á undan.“ „En svo fengum við á okkur mark og það er eðlilegt að leikur liðsins hafi dottið niður eftir það enda sjálfstraustið lítið. Við byrjuðum svo ágætlega í seinni hálfleik en það fjaraði svo út.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ólafur hættir með landsliðið í haust Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, mun ekki halda áfram með íslenska landsliðið eftir að undankeppni EM lýkur í haust. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú áðan. 25. ágúst 2011 13:19 Geir: Leitin hafin að næsta þjálfara Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um þjálfaramál A-landsliðs karla en tilkynnt var í dag að Ólafur Jóhannesson myndi ekki halda áfram í starfinu þegar núverandi samningur hans rennur út. 25. ágúst 2011 14:36 Geir: Nýr þjálfari fær nægan tíma Geir Þorsteinsson segir að það hafi ekki verið nauðsynlegt að ráða nýjan þjálfara strax í sumar til að gefa honum meiri tíma til að aðlagast nýju starfi. 25. ágúst 2011 23:15 Gunnleifur og Veigar Páll aftur inn í A-landsliðið Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti Noregi og Kýpur í undankeppni EM í næstu viku. Ísland og Kýpur mætast í síðasta heimaleik íslenska liðsins í undankeppni EM 2012 þriðjudaginn 6. september en fjórum dögum áður fer liðið til Noregs og mætir heimamönnum á Ullevi í Osló. 25. ágúst 2011 13:27 Ólafur: Kom ekki til greina að hætta Ólafur Jóhannesson, fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, segir að það hafi ekki komið til greina að hætta áður en samningur hans við KSÍ rennur út. 25. ágúst 2011 15:45 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Ólafur hættir með landsliðið í haust Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, mun ekki halda áfram með íslenska landsliðið eftir að undankeppni EM lýkur í haust. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú áðan. 25. ágúst 2011 13:19
Geir: Leitin hafin að næsta þjálfara Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vildi ekki mikið tjá sig um þjálfaramál A-landsliðs karla en tilkynnt var í dag að Ólafur Jóhannesson myndi ekki halda áfram í starfinu þegar núverandi samningur hans rennur út. 25. ágúst 2011 14:36
Geir: Nýr þjálfari fær nægan tíma Geir Þorsteinsson segir að það hafi ekki verið nauðsynlegt að ráða nýjan þjálfara strax í sumar til að gefa honum meiri tíma til að aðlagast nýju starfi. 25. ágúst 2011 23:15
Gunnleifur og Veigar Páll aftur inn í A-landsliðið Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti Noregi og Kýpur í undankeppni EM í næstu viku. Ísland og Kýpur mætast í síðasta heimaleik íslenska liðsins í undankeppni EM 2012 þriðjudaginn 6. september en fjórum dögum áður fer liðið til Noregs og mætir heimamönnum á Ullevi í Osló. 25. ágúst 2011 13:27
Ólafur: Kom ekki til greina að hætta Ólafur Jóhannesson, fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, segir að það hafi ekki komið til greina að hætta áður en samningur hans við KSÍ rennur út. 25. ágúst 2011 15:45