Annað skrímsli í Austurríki - Fritzl málið endurtekur sig 25. ágúst 2011 21:34 Jósef Fritzl virðist ekki hafa verið eina skrímslið í Austurríki. Lögreglan í Austurríki hefur handtekið áttræðan mann fyrir að hafa haldið tveimur dætrum sínum föngnum og misnotað þær kynferðislega í áratugi. Dæturnar eru nú 53 og 45 ára gamlar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Austurríki, og Daily Mail greinir frá, eru báðar konurnar alvarlega veikar á geði. Upp komst um manninn á dögunum eftir að hann virðist hafa slasast þegar hann var að misnota aðra dóttur sína. Féll hann á gólfið og rotaðist. Hann fannst þremur dögum síðar þegar heimilishjálp kom að honum meðvitundarlausum á gólfi hússins sem hann býr í. Þá kom í ljós að dætur hans voru læstar inni í einu herbergi í stóru einbýlishúsi í bænum St. Peter am Hart, sem er skammt frá Brannau, heimabæjar Hitlers. Lögreglan telur að konurnar hafi verið misnotaðar af manninum síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Konurnar dvelja nú á sjúkrastofnun vegna veikinda sinna. Talið er að móðir stúlknanna, sem lést fyrir þremur árum síðan, hafi vitað af misnotkun kvennanna, en ekki þorað að láta yfirvöld vita af ótta við eiginmann sinn. Málið hefur vakið mikinn óhug í Austurríki, þá ekki síst vegna þess að málið þykir óhugnanlega líkt máli Jósefs Fritzl, sem lokaði dóttur sína í kjallara á heimili sínu og misnotaði í fjölmörg ár, auk þess sem hún ól honum barn. Faðir stúlknanna hefur verið útskrifaður af spítala og dvelur nú á elliheimili. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum þar sem engar líkur eru taldar á því að hann flýi. Austurríki Mál Josef Fritzl Tengdar fréttir Hélt dætrum sínum í 40 ár og nauðgaði þeim Karlmaður í Austurríki er grunaður um að hafa haldið tveimur dætrum sínum föngum í eldhúsi á heimili sínu í 40 ár og nauðga þeim reglulega. Málið minnir á mál hins austurríska Josef Fritzl sem kom upp fyrir fáeinum misserum, að því er Rizau fréttastofan greinir frá. Atburðirnir munu hafa gerst í bænum Braunau í Austurríki. Lögreglan í Austurríki segir í yfirlýsingu að maðurinn hafi hótað að drepa dætur sínar og hann hafi hótað þeim með vopni. Samkvæmt Ritzau fréttastofunni hefur lögreglan ekki gefið upp nafn mannsins. Ekki hefur heldur verið greint frá því hvort dætur mannsins eignuðust börn eftir nauðganirnar. 25. ágúst 2011 14:46 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira
Lögreglan í Austurríki hefur handtekið áttræðan mann fyrir að hafa haldið tveimur dætrum sínum föngnum og misnotað þær kynferðislega í áratugi. Dæturnar eru nú 53 og 45 ára gamlar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Austurríki, og Daily Mail greinir frá, eru báðar konurnar alvarlega veikar á geði. Upp komst um manninn á dögunum eftir að hann virðist hafa slasast þegar hann var að misnota aðra dóttur sína. Féll hann á gólfið og rotaðist. Hann fannst þremur dögum síðar þegar heimilishjálp kom að honum meðvitundarlausum á gólfi hússins sem hann býr í. Þá kom í ljós að dætur hans voru læstar inni í einu herbergi í stóru einbýlishúsi í bænum St. Peter am Hart, sem er skammt frá Brannau, heimabæjar Hitlers. Lögreglan telur að konurnar hafi verið misnotaðar af manninum síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Konurnar dvelja nú á sjúkrastofnun vegna veikinda sinna. Talið er að móðir stúlknanna, sem lést fyrir þremur árum síðan, hafi vitað af misnotkun kvennanna, en ekki þorað að láta yfirvöld vita af ótta við eiginmann sinn. Málið hefur vakið mikinn óhug í Austurríki, þá ekki síst vegna þess að málið þykir óhugnanlega líkt máli Jósefs Fritzl, sem lokaði dóttur sína í kjallara á heimili sínu og misnotaði í fjölmörg ár, auk þess sem hún ól honum barn. Faðir stúlknanna hefur verið útskrifaður af spítala og dvelur nú á elliheimili. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum þar sem engar líkur eru taldar á því að hann flýi.
Austurríki Mál Josef Fritzl Tengdar fréttir Hélt dætrum sínum í 40 ár og nauðgaði þeim Karlmaður í Austurríki er grunaður um að hafa haldið tveimur dætrum sínum föngum í eldhúsi á heimili sínu í 40 ár og nauðga þeim reglulega. Málið minnir á mál hins austurríska Josef Fritzl sem kom upp fyrir fáeinum misserum, að því er Rizau fréttastofan greinir frá. Atburðirnir munu hafa gerst í bænum Braunau í Austurríki. Lögreglan í Austurríki segir í yfirlýsingu að maðurinn hafi hótað að drepa dætur sínar og hann hafi hótað þeim með vopni. Samkvæmt Ritzau fréttastofunni hefur lögreglan ekki gefið upp nafn mannsins. Ekki hefur heldur verið greint frá því hvort dætur mannsins eignuðust börn eftir nauðganirnar. 25. ágúst 2011 14:46 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira
Hélt dætrum sínum í 40 ár og nauðgaði þeim Karlmaður í Austurríki er grunaður um að hafa haldið tveimur dætrum sínum föngum í eldhúsi á heimili sínu í 40 ár og nauðga þeim reglulega. Málið minnir á mál hins austurríska Josef Fritzl sem kom upp fyrir fáeinum misserum, að því er Rizau fréttastofan greinir frá. Atburðirnir munu hafa gerst í bænum Braunau í Austurríki. Lögreglan í Austurríki segir í yfirlýsingu að maðurinn hafi hótað að drepa dætur sínar og hann hafi hótað þeim með vopni. Samkvæmt Ritzau fréttastofunni hefur lögreglan ekki gefið upp nafn mannsins. Ekki hefur heldur verið greint frá því hvort dætur mannsins eignuðust börn eftir nauðganirnar. 25. ágúst 2011 14:46