Tottenham varð fjórða enska félagið til að komast áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld eftir að liðið gerði markalaust jafntefli við Hearts á White Hart Lane. Tottenham lagði gruninn í fyrri leiknum þar sem liðið vann 5-0 sigur á heimavelli Hearts.
Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn á miðju Hearts en hann var ekki með í fyrri leiknum í síðustu viku.
Harry Kane, leikmaður Tottenham, fékk kjörið tækifæri til að skora í fyrri hálfleik þegar hann fiskaði vítaspyrnu en Jamie McDonald markvörður Hearts, varði spyrnuna frá honum. Kane er aðeins 18 ára gamall og var að spila sinn fyrsta leik fyrir Spurs.
Eggert lék allan leikinn í markalausu jafntefli á White Hart Lane
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







„Það var engin taktík“
Fótbolti


Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma
Íslenski boltinn
