Hanna Guðrún: Trúi þessu varla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2011 22:50 Mynd/Ole Nielsen Landsliðskonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir segist varla trúa því að Stjarnan verði ekki með á næsta tímabili. Hún heyrði tíðindin á æfingu síðdegis í dag. „Þetta kom mér bara mjög á óvart. Þetta er bara sjokk. Bæði fyrir íslenskan handbolta og mig sem leikmann enda mikið framundan hjá landsliðinu," sagði Hanna í samtali við Vísi í kvöld. Hanna Guðrún segist ekki byrjuð að velta framhaldinu fyrir sér. „Nei, þetta eru svo ný tíðindi. Við eigum eftir að hittast, leikmenn og þjálfari, og ræða málin saman. Taka stöðuna og jafna okkur á þessu." Hanna hefur lengst af leikið með Haukum í Hafnarfirði en skipti yfir í Stjörnuna fyrir síðastliðið tímabil. „Svo ég tali út frá mér fór ég úr einu stórveldi yfir í annað stórveldi. Maður bjóst aldrei við því að þetta myndi gerast og hvað þá á svona stuttum tíma. Stjarnan í Garðabæ verður bara ekki með!" Það liggur beinast við að Hanna fari aftur heim í Hafnarfjörðinn en hún vann fjölmarga titla með félaginu á tíma sínum þar. „Það er auðvitað alltaf gott að fara heim en ég er ekkert að hugsa um það núna. Maður er bara að melta þetta. Þetta er að síast inn hjá manni en samt ekki. Maður trúir þessu varla." Hanna segir hópinn munu hittast á morgun og ræða málin. Hún útilokar ekki að hópurinn spili saman í deildinni á næsta ári. „Nei, við viljum auðvitað ekki útiloka neitt. En það vantar auðvitað í hópinn. Hann er ekki stór. Það er búið að fara mikið úr hópnum fyrir þetta tímabil," segir Hanna og bætir við: „Við vorum með rosalega flott lið síðasta vetur og ungir leikmenn fóru í lán því við vorum svo margar. Þeir leikmenn eru í öðrum liðum núna. Það vantar unga leikmenn að fylla í skörðin. Allir markverðirnir eru farnir, þá er ekki mikið eftir," sagði Hanna Olís-deild kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Sjá meira
Landsliðskonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir segist varla trúa því að Stjarnan verði ekki með á næsta tímabili. Hún heyrði tíðindin á æfingu síðdegis í dag. „Þetta kom mér bara mjög á óvart. Þetta er bara sjokk. Bæði fyrir íslenskan handbolta og mig sem leikmann enda mikið framundan hjá landsliðinu," sagði Hanna í samtali við Vísi í kvöld. Hanna Guðrún segist ekki byrjuð að velta framhaldinu fyrir sér. „Nei, þetta eru svo ný tíðindi. Við eigum eftir að hittast, leikmenn og þjálfari, og ræða málin saman. Taka stöðuna og jafna okkur á þessu." Hanna hefur lengst af leikið með Haukum í Hafnarfirði en skipti yfir í Stjörnuna fyrir síðastliðið tímabil. „Svo ég tali út frá mér fór ég úr einu stórveldi yfir í annað stórveldi. Maður bjóst aldrei við því að þetta myndi gerast og hvað þá á svona stuttum tíma. Stjarnan í Garðabæ verður bara ekki með!" Það liggur beinast við að Hanna fari aftur heim í Hafnarfjörðinn en hún vann fjölmarga titla með félaginu á tíma sínum þar. „Það er auðvitað alltaf gott að fara heim en ég er ekkert að hugsa um það núna. Maður er bara að melta þetta. Þetta er að síast inn hjá manni en samt ekki. Maður trúir þessu varla." Hanna segir hópinn munu hittast á morgun og ræða málin. Hún útilokar ekki að hópurinn spili saman í deildinni á næsta ári. „Nei, við viljum auðvitað ekki útiloka neitt. En það vantar auðvitað í hópinn. Hann er ekki stór. Það er búið að fara mikið úr hópnum fyrir þetta tímabil," segir Hanna og bætir við: „Við vorum með rosalega flott lið síðasta vetur og ungir leikmenn fóru í lán því við vorum svo margar. Þeir leikmenn eru í öðrum liðum núna. Það vantar unga leikmenn að fylla í skörðin. Allir markverðirnir eru farnir, þá er ekki mikið eftir," sagði Hanna
Olís-deild kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Sjá meira