Webber býst við slag á milli Ferrari, McLaren og Red Bull 24. ágúst 2011 17:05 Mark Webber í þjónustuhléi í síðustu keppni. Getty Images/Mark Thompson/Red Bull Racing Mark Webber hjá Red Bull gerir ráð fyrir baráttu um sigur á milli Ferrari, McLaren og Red Bull í kappakstrinum á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Hann var í baráttunni um efstu sætin í keppninni fyrra og varð í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton á McLaren, eftir að hafa verið fremstur á ráslínu. Robert Kubica á Renault varð þriðji. „Spa er án vafa ein besta brautin á mótaskránni. Þetta er frábær braut að mæta til keppni á eftir að hafa verið svona lengi frá ökumannsklefanum. Þetta er verðugt verkefni fyrir ökumenn og keppnisliðin útaf legu brautarinnar og veðurfarinu", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull um mótið um helgina. Keppnislið hafa verið í sumarfríi frá síðustu keppni sem var í lok júlí. Veðrið hafði áhrif á gang mála á Spa brautinni í fyrra að sögn Webber og hann naut þess að keppa um verðlaunasæti við Hamilton og Kubica. Um mótið um helgina sagði Webber: „Ég býst við harðri keppni á milli Ferrari, McLaren og Red Bull. Það var gott að endurhlaða batteríin fyrir seinni hluta keppnistímabilsins og verja tíma með fjölskyldu og vinum. En þrjár vikur er nægt frí og maður var farinn að sakna þess að keyra ekki bílinn eftir svona langan tíma", sagði Webber. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull gerir ráð fyrir baráttu um sigur á milli Ferrari, McLaren og Red Bull í kappakstrinum á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Hann var í baráttunni um efstu sætin í keppninni fyrra og varð í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton á McLaren, eftir að hafa verið fremstur á ráslínu. Robert Kubica á Renault varð þriðji. „Spa er án vafa ein besta brautin á mótaskránni. Þetta er frábær braut að mæta til keppni á eftir að hafa verið svona lengi frá ökumannsklefanum. Þetta er verðugt verkefni fyrir ökumenn og keppnisliðin útaf legu brautarinnar og veðurfarinu", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull um mótið um helgina. Keppnislið hafa verið í sumarfríi frá síðustu keppni sem var í lok júlí. Veðrið hafði áhrif á gang mála á Spa brautinni í fyrra að sögn Webber og hann naut þess að keppa um verðlaunasæti við Hamilton og Kubica. Um mótið um helgina sagði Webber: „Ég býst við harðri keppni á milli Ferrari, McLaren og Red Bull. Það var gott að endurhlaða batteríin fyrir seinni hluta keppnistímabilsins og verja tíma með fjölskyldu og vinum. En þrjár vikur er nægt frí og maður var farinn að sakna þess að keyra ekki bílinn eftir svona langan tíma", sagði Webber.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira