Meira sjálfstraust hjá Hamilton 22. ágúst 2011 15:49 Lewis Hamilton bíður spenntur eftir því að stíga um borð í McLaren bílinn á föstudaginn. Mynd: McLaren F1 Lewis Hamilton hjá McLaren telur að öllum Formúlu 1 ökumönnum hlakki til að keppa á Spa brautinni um næstu helgi, sem hann telur eina af bestu brautum heims. Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Sebastain Vettel og Mark Webber hjá Red Bull. „Eftir (nærri) mánuð fjarri ökumannsklefanum, þá held ég að allir ökumenn á ráslínunni hlakki til að keppa á braut eins og Spa sem er ein af þeim bestu í heimi. Spa hefur alltaf verið ein af uppáhaldsbrautum mínum", sagði Hamilton í fréttatiklynningu frá McLaren. Síðast var keppt í Ungverjalandi 31. júlí, en keppnislið fóru síðan í sumarfrí. Hamilton segir að Spa brautin sé þannig úr garði gerð að hann finni vel þegar keyrt er á ystu nöf og þá sé einstök upplifun í Formúlu 1 bíl. „Ég er þegar farinn að hlakka til að keyra á föstudagsæfingum. Beygjur eins og Eau Rogue, Pouhon og Blanchimont eru frábærar, af því þær eru svo hraðar. Sérstaklega Pouhon, sem er ótrúleg. Maður er á mörkum þess að hafa grip og spilar á bensíngjöfina og reynir að tapa ekki of miklum hraða gegnum stýrishreyfingar. Að ná þessari beygju réttri er undraverð tilfinning." McLaren liðið hefur unnið tvö síðustu mót. Hamilton vann í Þýskalandi, en Jenson Button í Ungverjalandi, en bæði mótin fóru fram í júlí. „Við mætum vel stemmdir, eftir sigur í tveimur síðustu mótum og bíllinn virkar ölfugur. Við höfum lagt okkur fram við að bæta uppsetningu bílsins, sem gefur meira sjálfstraust og þýðir að hægt er að taka meira á, en ella. Sérstaklega í tímatökunni." Veðrið skiptir máli á Spa eins og á öðrum brautum, en Hamilton segir veðrið þar oft óútreiknanlegt. „Ég vil frekar þurra keppni, en satt að segja þá tek ég við öllum aðstæðum. Ég get ekki beðið eftir því að komast af stað á bílnum!", sagði Hamilton. Formúla Íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren telur að öllum Formúlu 1 ökumönnum hlakki til að keppa á Spa brautinni um næstu helgi, sem hann telur eina af bestu brautum heims. Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Sebastain Vettel og Mark Webber hjá Red Bull. „Eftir (nærri) mánuð fjarri ökumannsklefanum, þá held ég að allir ökumenn á ráslínunni hlakki til að keppa á braut eins og Spa sem er ein af þeim bestu í heimi. Spa hefur alltaf verið ein af uppáhaldsbrautum mínum", sagði Hamilton í fréttatiklynningu frá McLaren. Síðast var keppt í Ungverjalandi 31. júlí, en keppnislið fóru síðan í sumarfrí. Hamilton segir að Spa brautin sé þannig úr garði gerð að hann finni vel þegar keyrt er á ystu nöf og þá sé einstök upplifun í Formúlu 1 bíl. „Ég er þegar farinn að hlakka til að keyra á föstudagsæfingum. Beygjur eins og Eau Rogue, Pouhon og Blanchimont eru frábærar, af því þær eru svo hraðar. Sérstaklega Pouhon, sem er ótrúleg. Maður er á mörkum þess að hafa grip og spilar á bensíngjöfina og reynir að tapa ekki of miklum hraða gegnum stýrishreyfingar. Að ná þessari beygju réttri er undraverð tilfinning." McLaren liðið hefur unnið tvö síðustu mót. Hamilton vann í Þýskalandi, en Jenson Button í Ungverjalandi, en bæði mótin fóru fram í júlí. „Við mætum vel stemmdir, eftir sigur í tveimur síðustu mótum og bíllinn virkar ölfugur. Við höfum lagt okkur fram við að bæta uppsetningu bílsins, sem gefur meira sjálfstraust og þýðir að hægt er að taka meira á, en ella. Sérstaklega í tímatökunni." Veðrið skiptir máli á Spa eins og á öðrum brautum, en Hamilton segir veðrið þar oft óútreiknanlegt. „Ég vil frekar þurra keppni, en satt að segja þá tek ég við öllum aðstæðum. Ég get ekki beðið eftir því að komast af stað á bílnum!", sagði Hamilton.
Formúla Íþróttir Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira