Maldonado og Hamilton búnir að sættast eftir samstuðið á Spa 31. ágúst 2011 14:14 Pastor Maldonado ræðir við starfsmann Williams á Spa brautinni um helgina. Mynd: Williams F1 Pastor Maldonado hjá Williams Formúlu 1 liðinu náði í sín fyrstu stig í Formúlu 1 á sunnudaginn, en hann varð heimsmeistari í GP2 mótaröðinni í fyrra. Hann hefur tvívegis lent í samstuði við Lewis Hamilton hjá McLaren á þessu ári, í seinna skiptið í tímatökum á Spa brautinni á laugardaginn og dómarar refsuðu honum vegna atviksins. En hann er ánægður með fyrstu stigin. „Ég mun ekki slaka á, ég er baráttuhundur. Ég hef barist allt tímabilið og pressað á liðið að bæta bílinn til að bæta árangurinn", sagði Maldonado í frétt á autosport.com Williams liðinu hefur ekki gengið vel, en þetta fornfræga lið hefur unnið marga meistaratitla gegnum tíðina. Maldonado segir bíl Williams ekki hafa verið góðan í upphafi tímabilsins, en liðið hefur samið við Renault um vélar á næsta ári í stað Cosworth. Renault vél er í bílum Red Bull meistaraliðsins, sem hefur haft nokkra yfirburði á þessu keppnistímabili. „Ég er nokkuð ánægður því liðsandinn er nokkuð jákvæður, jafnvel þó ekki hafi gengið vel. Það getur allt gerst og vonandi getum við bætt okkur á tímabilinu og unnið af kappi fyrir næsta ár. Maldonado er sagður hafa komið með á annan tug miljóna dala í auglýsingafé fyrir tímabilið og þess vegna fengið ökumannssætið hjá Williams, en Nico Hülkenberg missti sæti sitt til has fyrir keppnistímabilið. „Mér er sama hvað fólk segir. Liðið veit hver ég er og aðrir í Formúlu 1. Ég vann GP2 í fyrra og hafði yfirburði. Ég hef haft öflugan liðsfélaga sem hjálpar mér og ég er að bæta mig hratt. Ég þarf að vinna mína vinnu og það er það sem ég er að gera." Maldonado hefur tvisvar lenti í árekstri við Hamilton. Fyrst keyrði Hamilton á Maldonado í Mónakó á harkalegan hátt. Síðan lentu þeir í samstuði í tímatökunni á Spa brautinni á laugardaginn og Maldonado fékk fimm sæta refsingu á ráslínu vegna þess atviks og Hamilton áminningu. Eftir keppnina sagði Hamilton að sökin hefði verið sín, eftir að hafa skoðað myndband af atvikunu. „Við ræddum það sem gerðist og það er búið að hreinsa andrúmsloftið og ég lít fram veginn. Hann er hæfileikaríkur ökumaður og góður vinur minn. Við þurfum að virða hvorn annan og horfa til framtíðar", sagði Maldonado. Formúla Íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Pastor Maldonado hjá Williams Formúlu 1 liðinu náði í sín fyrstu stig í Formúlu 1 á sunnudaginn, en hann varð heimsmeistari í GP2 mótaröðinni í fyrra. Hann hefur tvívegis lent í samstuði við Lewis Hamilton hjá McLaren á þessu ári, í seinna skiptið í tímatökum á Spa brautinni á laugardaginn og dómarar refsuðu honum vegna atviksins. En hann er ánægður með fyrstu stigin. „Ég mun ekki slaka á, ég er baráttuhundur. Ég hef barist allt tímabilið og pressað á liðið að bæta bílinn til að bæta árangurinn", sagði Maldonado í frétt á autosport.com Williams liðinu hefur ekki gengið vel, en þetta fornfræga lið hefur unnið marga meistaratitla gegnum tíðina. Maldonado segir bíl Williams ekki hafa verið góðan í upphafi tímabilsins, en liðið hefur samið við Renault um vélar á næsta ári í stað Cosworth. Renault vél er í bílum Red Bull meistaraliðsins, sem hefur haft nokkra yfirburði á þessu keppnistímabili. „Ég er nokkuð ánægður því liðsandinn er nokkuð jákvæður, jafnvel þó ekki hafi gengið vel. Það getur allt gerst og vonandi getum við bætt okkur á tímabilinu og unnið af kappi fyrir næsta ár. Maldonado er sagður hafa komið með á annan tug miljóna dala í auglýsingafé fyrir tímabilið og þess vegna fengið ökumannssætið hjá Williams, en Nico Hülkenberg missti sæti sitt til has fyrir keppnistímabilið. „Mér er sama hvað fólk segir. Liðið veit hver ég er og aðrir í Formúlu 1. Ég vann GP2 í fyrra og hafði yfirburði. Ég hef haft öflugan liðsfélaga sem hjálpar mér og ég er að bæta mig hratt. Ég þarf að vinna mína vinnu og það er það sem ég er að gera." Maldonado hefur tvisvar lenti í árekstri við Hamilton. Fyrst keyrði Hamilton á Maldonado í Mónakó á harkalegan hátt. Síðan lentu þeir í samstuði í tímatökunni á Spa brautinni á laugardaginn og Maldonado fékk fimm sæta refsingu á ráslínu vegna þess atviks og Hamilton áminningu. Eftir keppnina sagði Hamilton að sökin hefði verið sín, eftir að hafa skoðað myndband af atvikunu. „Við ræddum það sem gerðist og það er búið að hreinsa andrúmsloftið og ég lít fram veginn. Hann er hæfileikaríkur ökumaður og góður vinur minn. Við þurfum að virða hvorn annan og horfa til framtíðar", sagði Maldonado.
Formúla Íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira