Senna gladdi hjörtu Renault manna 30. ágúst 2011 17:32 Bruno Senna ók með Renault í gær. AP mynd: Frank Augstein Framkvæmdarstjóri Renault, Eric Boullier telur að Bruno Senna hafi staðið sig vel miðað við aðstæður í fyrsta Formúlu 1 mótið sínu með Renault í gær. Senna lenti þó í árekstri í fyrstu beygju eftir að hafa náð sjöunda sæti á ráslínu og þannig slegið í gegn og glatt hjörtu Renault manna. „Ég var ánægður að sjá starfsmenn okkar fagna eftir tímatökuna og brosa. Það hefur ekki gerst síðan í Malasíu. Það er mikilvægt að þeir sem leggja nótt við nýtan dag séu glaðir og ná þannig því besta út úr þeim", sagði Bouillier í frétt á autosport.com í dag. Senna klessti á Jamie Alguersuari hjá Torro Rosso í fyrstu beygju og sá síðarnefndi féll úr leik, en Senna náði að halda áfram og lauk keppni í þrettánda sæti. „Veikileiki hans (Senna) er augljóslega sá að hann hefur lítið ekið síðan í janúar og hann þarf að fá meiri reynslu í að nýta möguleika bílsins. Styrkleiki hans er hvað hann er yfirvegaður og hvernig hann byggði upp hraðann og hve vel hann vann með tæknimönnum okkar." Þetta var erfitt fyrir hann. Hann var staðfestur seint sem ökumaður og veðrið hafði sitt að segja á erfiðri brautinni. Það verður líka erfitt fyrir hann í næsta móti á Monza, þar sem bíllinn er erfiður í meðförum vegna lítils niðurtogs. En sjálfstraust hans er komið í botn og ég er viss um að hann getur þetta", sagði Bouillier. Bouillier þurfti sjálfur að taka erfiða ákvörðun þegar hann ákvað að láta Nick Heidfeld víkja úr ökumannssæti fyrir Senna og hann sagðist taka ábyrgð á gerðum sínum. Hann sagði að það tæki tíma að byggja upp sjálfstraust hjá liði og gera breytingar og koma því á sigurbraut á ný. Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Framkvæmdarstjóri Renault, Eric Boullier telur að Bruno Senna hafi staðið sig vel miðað við aðstæður í fyrsta Formúlu 1 mótið sínu með Renault í gær. Senna lenti þó í árekstri í fyrstu beygju eftir að hafa náð sjöunda sæti á ráslínu og þannig slegið í gegn og glatt hjörtu Renault manna. „Ég var ánægður að sjá starfsmenn okkar fagna eftir tímatökuna og brosa. Það hefur ekki gerst síðan í Malasíu. Það er mikilvægt að þeir sem leggja nótt við nýtan dag séu glaðir og ná þannig því besta út úr þeim", sagði Bouillier í frétt á autosport.com í dag. Senna klessti á Jamie Alguersuari hjá Torro Rosso í fyrstu beygju og sá síðarnefndi féll úr leik, en Senna náði að halda áfram og lauk keppni í þrettánda sæti. „Veikileiki hans (Senna) er augljóslega sá að hann hefur lítið ekið síðan í janúar og hann þarf að fá meiri reynslu í að nýta möguleika bílsins. Styrkleiki hans er hvað hann er yfirvegaður og hvernig hann byggði upp hraðann og hve vel hann vann með tæknimönnum okkar." Þetta var erfitt fyrir hann. Hann var staðfestur seint sem ökumaður og veðrið hafði sitt að segja á erfiðri brautinni. Það verður líka erfitt fyrir hann í næsta móti á Monza, þar sem bíllinn er erfiður í meðförum vegna lítils niðurtogs. En sjálfstraust hans er komið í botn og ég er viss um að hann getur þetta", sagði Bouillier. Bouillier þurfti sjálfur að taka erfiða ákvörðun þegar hann ákvað að láta Nick Heidfeld víkja úr ökumannssæti fyrir Senna og hann sagðist taka ábyrgð á gerðum sínum. Hann sagði að það tæki tíma að byggja upp sjálfstraust hjá liði og gera breytingar og koma því á sigurbraut á ný.
Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira