Button fagnað í Manschester í dag og býst við áframhaldandi veru hjá McLaren 30. ágúst 2011 16:57 Jenson Button var vel fagnað í Manchester í dag, en hann ók á götum borgarinnar á McLaren Formúlu 1 bíl. Mynd: McLaren F1 Jenson Button gerir ráð fyrir því að McLaren nýti sér klásúlu í samningi hans við liðið og að hann verði áfram hjá McLaren á næsta ári. Samningur hans við liðið rennur út í lok þessa keppnistímabils, en ákvæði í samningum gefur McLaren rétt á framlengingu. Í frétt á autosport.com er gefið í skyn að McLaren leiti jafnvel eftir langtímasamningi við Button, sem er 31 árs gamall og varð í þriðja sæti í mótinu á Spa á sunnudaginn. Button keyrði á götum Manchester í Englandi í dag á Formúlu 1 bíl sínum í kynningarskini fyrir McLaren og samstarfsaðila liðsins. „Ef Martin Whitmarsh vill nýta ákvæðið og segir já, þá sé ég já. Því ég vill vera hjá liðinu á næsta ári. Það er undir liðinu komið. Ég hef aldrei verið jafn sæll um borð í bílnum og við erum réttri leið", sagði Button í dag. Hann kvað óljóst hve lengi hann yrði í Formúlu 1 og benti á að trúlega hefðu Michael Schumacher og Rubens Barrichello ekki búist við því fyrir 10 árum að vera keppa í Formúlu 1 í ár. Button minntist líka á erfiðleikanna varðandi sífelld ferðalög vegna móta og sagði: „Það er erfitt. Ég var að ræða þetta við kærustu mína og það er erfitt að finna stað sem hægt er að kalla heimili. Við erum alltaf á ferðalagi. Það er það erfiðasta við starfið. Maður er aldrei lengi á sama stað", sagði Button. Hann kvað þægilegt að fara til Japan, þaðan sem kærasta hans er og þau leigja íbúð á meðan þau dvelja þar í kringum Formúlu 1 mótið. „Við ferðumst til margra frábærra landa og sjáum ólíka menningu. Við erum heppinn, en það eru jákvæðir og neikvæðir punktar við allt", sagði Button. Formúla Íþróttir Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Jenson Button gerir ráð fyrir því að McLaren nýti sér klásúlu í samningi hans við liðið og að hann verði áfram hjá McLaren á næsta ári. Samningur hans við liðið rennur út í lok þessa keppnistímabils, en ákvæði í samningum gefur McLaren rétt á framlengingu. Í frétt á autosport.com er gefið í skyn að McLaren leiti jafnvel eftir langtímasamningi við Button, sem er 31 árs gamall og varð í þriðja sæti í mótinu á Spa á sunnudaginn. Button keyrði á götum Manchester í Englandi í dag á Formúlu 1 bíl sínum í kynningarskini fyrir McLaren og samstarfsaðila liðsins. „Ef Martin Whitmarsh vill nýta ákvæðið og segir já, þá sé ég já. Því ég vill vera hjá liðinu á næsta ári. Það er undir liðinu komið. Ég hef aldrei verið jafn sæll um borð í bílnum og við erum réttri leið", sagði Button í dag. Hann kvað óljóst hve lengi hann yrði í Formúlu 1 og benti á að trúlega hefðu Michael Schumacher og Rubens Barrichello ekki búist við því fyrir 10 árum að vera keppa í Formúlu 1 í ár. Button minntist líka á erfiðleikanna varðandi sífelld ferðalög vegna móta og sagði: „Það er erfitt. Ég var að ræða þetta við kærustu mína og það er erfitt að finna stað sem hægt er að kalla heimili. Við erum alltaf á ferðalagi. Það er það erfiðasta við starfið. Maður er aldrei lengi á sama stað", sagði Button. Hann kvað þægilegt að fara til Japan, þaðan sem kærasta hans er og þau leigja íbúð á meðan þau dvelja þar í kringum Formúlu 1 mótið. „Við ferðumst til margra frábærra landa og sjáum ólíka menningu. Við erum heppinn, en það eru jákvæðir og neikvæðir punktar við allt", sagði Button.
Formúla Íþróttir Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira