David Lekuta Rudisha frá Kenýa sigraði í 800 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í Daegu í Suður-Afríku, en hann kom í mark á 1:43,91 mínútum sem er töluvert frá heimsmeti kappans.
Þetta er í fyrsta sinn sem Rudisha verður heimsmeistari en hann vann hlaupið í dag með fáheyrðum yfirburðum og var nokkuð langt á undan næsta manni.
Abubaker Kaki frá Súdan hafði í öðru sæti, en hann átti fínan lokasprett sem tryggði honum silfrið, en hann kom í mark á 1:44,41 mínútum. Rússinn, Yuriy Borzakovskiy, fékk síðan bronsverðlaunin þegar hann kom í markið á 1:44,49 mínútum.
