Lars Olsen lítur til Íslands Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. september 2011 15:30 Lars Olsen hefur áhuga á íslenska landsliðsþjálfarstarfinu. Nordic Photos / Getty Images Lars Olsen, fyrrum fyrirliði danska landliðsins, segist hafa áhuga á að taka við íslenska landsliðinu. Hann hafi þó ekkert heyrt frá forráðamönnum KSÍ. Olsen lék sem miðvörður á sínum tíma og var fyrirliði Dana þegar liðið varð Evrópumeistari árið 1992. Alls á hann að baki 84 leiki með danska landsliðinu. Hann lék með félagsliðum í heimalandinu, Belgíu og Tyrklandi áður en hann lagði skóna á hilluna árið 1996. Síðan þá hefur hann byggt upp öflugan þjálfaraferil en síðast var hann þjálfari OB í dönsku úrvalsdeildinni. „Undanfarið ár hef ég rætt við mörg félög og marga umboðsmenn. Ferilsskráin mín hefur því farið víða og er nú komin til Íslands. Ég hef þó ekki rætt við neinn hjá íslenska knattspyrnusambandinu enn sem komið er," sagði Olsen í samtali við tipsbladet.dk. Olsen segir starfið spennandi og að hann hafi áhuga á að freista gæfunnar erlendis. „Auðvitað finnst mér starf landsliðsþjálfara á Íslandi afar áhugavert og það hef ég alltaf sagt. Ég er spenntur fyrir því að prófa eitthvað nýtt erlendis og þetta gæti verið gott tækifæri til þess," er haft eftir Olsen. Hann segir þó vera með fleiri járn í eldinum og að hann hafi þegar hafnað nokkrum atvinnutilboðum. „Það er ýmislegt í gangi núna sem ég get ekki tjáð mig um," sagði Olsen. Svíinn Lars Lagerbäck lýsti yfir áhuga á starfinu í samtali við Fréttablaðið í dag og þá hefur Írinn Roy Keane einnig verið orðaður við starfið. Íslenski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Lars Olsen, fyrrum fyrirliði danska landliðsins, segist hafa áhuga á að taka við íslenska landsliðinu. Hann hafi þó ekkert heyrt frá forráðamönnum KSÍ. Olsen lék sem miðvörður á sínum tíma og var fyrirliði Dana þegar liðið varð Evrópumeistari árið 1992. Alls á hann að baki 84 leiki með danska landsliðinu. Hann lék með félagsliðum í heimalandinu, Belgíu og Tyrklandi áður en hann lagði skóna á hilluna árið 1996. Síðan þá hefur hann byggt upp öflugan þjálfaraferil en síðast var hann þjálfari OB í dönsku úrvalsdeildinni. „Undanfarið ár hef ég rætt við mörg félög og marga umboðsmenn. Ferilsskráin mín hefur því farið víða og er nú komin til Íslands. Ég hef þó ekki rætt við neinn hjá íslenska knattspyrnusambandinu enn sem komið er," sagði Olsen í samtali við tipsbladet.dk. Olsen segir starfið spennandi og að hann hafi áhuga á að freista gæfunnar erlendis. „Auðvitað finnst mér starf landsliðsþjálfara á Íslandi afar áhugavert og það hef ég alltaf sagt. Ég er spenntur fyrir því að prófa eitthvað nýtt erlendis og þetta gæti verið gott tækifæri til þess," er haft eftir Olsen. Hann segir þó vera með fleiri járn í eldinum og að hann hafi þegar hafnað nokkrum atvinnutilboðum. „Það er ýmislegt í gangi núna sem ég get ekki tjáð mig um," sagði Olsen. Svíinn Lars Lagerbäck lýsti yfir áhuga á starfinu í samtali við Fréttablaðið í dag og þá hefur Írinn Roy Keane einnig verið orðaður við starfið.
Íslenski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira