Fótbolti

Íslandsbaninn Moa vekur athygli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Moa í leik með Hannover.
Moa í leik með Hannover. Nordic Photos / Bongarts
Umboðsmaður norska framherjans Moa segir að mörg stórfélög í Evrópu séu nú með kappann undir smásjá.

Moa skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri Noregs gegn Íslandi á föstudagskvöldið. Hann lét reyndar ekki mikið af sér kveða lengst af í leiknum en hann skoraði markið úr vítaspyrnu á 88. mínútu leiksins.

Hann hefur verið orðaður við bæði Arsenal og Sunderland í enskum fjölmiðlum og þá hefur einnig verið fullyrt að félag hans, Hannover 96 í Þýskalandi, hafi hafnað stóru tilboði frá ónefndu rússnesku félagi.

„Við munum sjá til hvað gerist næst þegar félagaskiptaglugginn verður opinn,“ sagði umboðsmaðurinn í samtali við norska fjölmiiðla. „Ég get staðfest að mörg stór lið í Evrópu hafa verið að fylgjast náið með honum. En hann er nú aðeins að hugsa um tímabilið sem er fram undan.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×