Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur staðfest að Veigar Páll Gunnarsson braut agareglur fyrir leik liðsins gegn Kýpur í gær.
Veigar Páll var tekinn úr hópnum á laugardaginn, sama dag og landsliðið kom heim frá Noregi.
„Við settum ákveðnar reglur þegar við komum hingað til lands frá Noregi. Hann fór ekki eftir þeim reglum," sagði Ólafur í kvöldfréttum útvarps á Rúv. „Í kjölfarið fór af hann hótelinu á miðnætti."
„Ég leyfði mönnum að fara heim og heimsækja vini og vandamenn. Reglurnar voru að þeir áttu að skila sér aftur upp á hótel klukkan tólf og var öll áfengisneysla bönnuð," útskýrði Ólafur.
„Hann kom á hótelið fyrir tólf," sagði hann og má því skilja á orðum hans að Veigar hafi þá brotið hina regluna og neytt áfengis.
Ólafur sagði sjálfur á æfingu landsliðsins á mánudaginn að um ágreining á milli hans og Veigars hafi verið að ræða. Hann vildi ekki útskýra nánar í hverju sá ágreiningur var falinn.
Eftir leikinn gegn Kýpverjum í gær spurði Vísir Ólaf um ástæður þess að Veigar var ekki í landsliðshópnum en neitaði hann þá aftur um að tjá sig um málið.
Ekki hefur náðst í Veigar vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Ólafur: Veigar braut agareglur
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti

Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn





Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
