Webber segir undraverða stemmningu á Monza 7. september 2011 15:08 Mark Webber er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á Red Bull. AP mynd: Frank Augstein Mark Webber er í örðu sæti í stigakeppni ökumanna í Formúlu 1, á eftir liðsfélaga sínum Sebastian Vettel hjá Red Bull. Sjö mót er enn eftir og næsta mót er á Monza brautinni á Ítalíu um helgina. Fernando Alonso á Ferrari vann mótið á Monza í fyrra, sem skemmdi ekki fyrir stemmningunni meðal áhorfenda, Ferrari liðið er ítalskt. „Monza er ein besta keppnin á árinu, af því að stemmningin er undraverð meðal stuðningsmanna Ferrari. Það er mikil saga á bakvið mótssvæðið og hluti gömlu brautarinnar er enn á svæðinu og svæðið fallega gróið þar sem ítalski kappaksturinn hefur farið fram", sagði Webber m.a. í fréttatilkynningu frá Red Bull um mótið um næstu helgi. Mótið á Monza hefur verið liður í heimsmeistarakeppninni í Formúlu 1 frá 1950, utan einu sinni þegar keppt var á Imola árið 1980. Mótið í ár verður það 61 sem fer fram á Monza. „Þetta er stysta mótið (tímalega séð) sem við tökum þátt í, þar sem við ljúkum 300 km (eknir eru 306.7 km) markinu tillöluega fljótt útaf sérlega miklum hámarkshraða. Það þarf bíl sem er fljótur á beinu köflunum, en hefur samt skynsamlega mikið niðurtog yfirbyggingar í beygjum", sagði Webber, en það þýðir að grip bílanna þarf að vera gott í kröppum beygjum brautarinnar, þó mikill hámarkshraði sé nauðsynlegur til að hægt sé að reyna framúrakstur. Tvö svæði verða á Monza brautinni þar sem opna má stillanlegan afturvæng keppnisbílanna í kappakstrinum, til að auka möguleika á framúrakstri. „Því miður er þetta síðasta keppnin í Evrópu á þessu tímabili. Við vorum ofdekraðir á því hve skemmtilega mótið á Spa þróaðist og vonandi gerist það sama á Monza", sagði Webber. Formúla Íþróttir Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Mark Webber er í örðu sæti í stigakeppni ökumanna í Formúlu 1, á eftir liðsfélaga sínum Sebastian Vettel hjá Red Bull. Sjö mót er enn eftir og næsta mót er á Monza brautinni á Ítalíu um helgina. Fernando Alonso á Ferrari vann mótið á Monza í fyrra, sem skemmdi ekki fyrir stemmningunni meðal áhorfenda, Ferrari liðið er ítalskt. „Monza er ein besta keppnin á árinu, af því að stemmningin er undraverð meðal stuðningsmanna Ferrari. Það er mikil saga á bakvið mótssvæðið og hluti gömlu brautarinnar er enn á svæðinu og svæðið fallega gróið þar sem ítalski kappaksturinn hefur farið fram", sagði Webber m.a. í fréttatilkynningu frá Red Bull um mótið um næstu helgi. Mótið á Monza hefur verið liður í heimsmeistarakeppninni í Formúlu 1 frá 1950, utan einu sinni þegar keppt var á Imola árið 1980. Mótið í ár verður það 61 sem fer fram á Monza. „Þetta er stysta mótið (tímalega séð) sem við tökum þátt í, þar sem við ljúkum 300 km (eknir eru 306.7 km) markinu tillöluega fljótt útaf sérlega miklum hámarkshraða. Það þarf bíl sem er fljótur á beinu köflunum, en hefur samt skynsamlega mikið niðurtog yfirbyggingar í beygjum", sagði Webber, en það þýðir að grip bílanna þarf að vera gott í kröppum beygjum brautarinnar, þó mikill hámarkshraði sé nauðsynlegur til að hægt sé að reyna framúrakstur. Tvö svæði verða á Monza brautinni þar sem opna má stillanlegan afturvæng keppnisbílanna í kappakstrinum, til að auka möguleika á framúrakstri. „Því miður er þetta síðasta keppnin í Evrópu á þessu tímabili. Við vorum ofdekraðir á því hve skemmtilega mótið á Spa þróaðist og vonandi gerist það sama á Monza", sagði Webber.
Formúla Íþróttir Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira