Rúnar: Finnst stundum eins og landsliðsmenn séu að velja sér leiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2011 17:30 Rúnar Kristinsson og Eiður Smári Guðjohsen í landsleik á árum áður. Mynd/Nordic Photos/Getty Rúnar Kristinsson, þjálfari KR og leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, gagnrýndi íslenska landsliðsmenn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var þar mættur til þess að ræða um íslenska karlalandsliðið við Heimir Karlsson og Guðna Bergsson. „Leikur landsliðsins hefur breyst síðan að við vorum að spila á sínum tíma. Það er komið mikið meiri léttleiki og meira spil í íslenska landsliðið sem var það sem fólk var alltaf að biðja um. Áður fyrr lögðumst við mikið til baka og það varð allt vitlaust í stúkunni þegar við fengum innkast, komnir rétt yfir miðju," sagði Rúnar í léttum tón. „Svo fór þetta að breytast og menn fóru að ætlast til þess að menn færu að halda boltanum niðri og færu að spila fótbolta. Við erum farnir að gera það því við erum komnir með fullt af flínkum leikmönnum og þeim bara fjölgar. Á móti kemur að þegar við erum farnir að spila meiri fótbolta og farnir að færa okkur framar á völlinn þá erum við aðeins veikari til baka gegn hröðum skyndisóknum andstæðinganna. Ef við ætlum að fara að skora mikið af mörkum þá lendum við í veseni til baka. Það hefur orðið okkur að falli því menn hafa viljað gera of mikið," segir Rúnar. „Varnarleikurinn á að vera aðalsmerki íslenska landsliðsins því við erum ekki það sterkir í knattspyrnunni að við getum farið að spila hátt á vellinum. Ég sá ítalska landsliðið spila um daginn og þeir lágu til baka í 85 mínútur af leiknum og vörðust með alla sína menn á eigin vallarhelmingi. Ísland á að gera það þótt að það verði stundum allt vitlaust," segir Rúnar og hann tjáði sig líka um leikmannaval liðsins. „Strákarnir sem stóðu sig vel með 21 árs landsliðinu hafa verið að koma smátt og smátt inn í A-liðið en það er ekki hægt að taka fimm, sex, sjö nýja leikmenn og henda þeim beint inn í liðið. Þjálfarinn verður að finna það lið sem passar hverju sinni á móti andstæðingunum sem liðið er að fara að spila við. Menn þurfa að öðlast ákveðna reynslu og þó svo að menn hafi náð góðum árangri með 21 árs landsliðinu þá er ekki þar með sagt að þeir verði fullgildir og góðir A-landsliðsmenn. Það er töluvert stökk að fara upp í A-landsliðið," segir Rúnar og hann gagnrýndi líka núverandi leikmenn landsliðsins. „Það þarf að fá þessa drengi sem eru valdir til að mæta þegar þeir eru valdir og til að leggja sig fram í hvert einasta skiptið. Manni finnst það stundum eins og menn séu að velja sér leiki og það er kannski hörð gagnrýni frá mér en þetta er bara þannig. Ég stend það nálægt þessu að maður veit örlítið hvað er að gerast í kringum sig og maður heyrir mikið," sagði Rúnar. „Menn eru alltaf tilbúnir þegar þeir þurfa á glugganum að halda en þegar þeir eru búnir að nýta sér gluggann og komnir í eitthvað stórt lið út í Evrópu þá er ekki þar með sagt að þeir eigi að hætta að mæta í landsleiki," sagði Rúnar sem sagðist ennfremur vera tilbúinn að setjast í landsliðsþjálfarastólinn en að hann sé ekki viss um að rétta tímasetningin sé núna. Íslenski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR og leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, gagnrýndi íslenska landsliðsmenn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var þar mættur til þess að ræða um íslenska karlalandsliðið við Heimir Karlsson og Guðna Bergsson. „Leikur landsliðsins hefur breyst síðan að við vorum að spila á sínum tíma. Það er komið mikið meiri léttleiki og meira spil í íslenska landsliðið sem var það sem fólk var alltaf að biðja um. Áður fyrr lögðumst við mikið til baka og það varð allt vitlaust í stúkunni þegar við fengum innkast, komnir rétt yfir miðju," sagði Rúnar í léttum tón. „Svo fór þetta að breytast og menn fóru að ætlast til þess að menn færu að halda boltanum niðri og færu að spila fótbolta. Við erum farnir að gera það því við erum komnir með fullt af flínkum leikmönnum og þeim bara fjölgar. Á móti kemur að þegar við erum farnir að spila meiri fótbolta og farnir að færa okkur framar á völlinn þá erum við aðeins veikari til baka gegn hröðum skyndisóknum andstæðinganna. Ef við ætlum að fara að skora mikið af mörkum þá lendum við í veseni til baka. Það hefur orðið okkur að falli því menn hafa viljað gera of mikið," segir Rúnar. „Varnarleikurinn á að vera aðalsmerki íslenska landsliðsins því við erum ekki það sterkir í knattspyrnunni að við getum farið að spila hátt á vellinum. Ég sá ítalska landsliðið spila um daginn og þeir lágu til baka í 85 mínútur af leiknum og vörðust með alla sína menn á eigin vallarhelmingi. Ísland á að gera það þótt að það verði stundum allt vitlaust," segir Rúnar og hann tjáði sig líka um leikmannaval liðsins. „Strákarnir sem stóðu sig vel með 21 árs landsliðinu hafa verið að koma smátt og smátt inn í A-liðið en það er ekki hægt að taka fimm, sex, sjö nýja leikmenn og henda þeim beint inn í liðið. Þjálfarinn verður að finna það lið sem passar hverju sinni á móti andstæðingunum sem liðið er að fara að spila við. Menn þurfa að öðlast ákveðna reynslu og þó svo að menn hafi náð góðum árangri með 21 árs landsliðinu þá er ekki þar með sagt að þeir verði fullgildir og góðir A-landsliðsmenn. Það er töluvert stökk að fara upp í A-landsliðið," segir Rúnar og hann gagnrýndi líka núverandi leikmenn landsliðsins. „Það þarf að fá þessa drengi sem eru valdir til að mæta þegar þeir eru valdir og til að leggja sig fram í hvert einasta skiptið. Manni finnst það stundum eins og menn séu að velja sér leiki og það er kannski hörð gagnrýni frá mér en þetta er bara þannig. Ég stend það nálægt þessu að maður veit örlítið hvað er að gerast í kringum sig og maður heyrir mikið," sagði Rúnar. „Menn eru alltaf tilbúnir þegar þeir þurfa á glugganum að halda en þegar þeir eru búnir að nýta sér gluggann og komnir í eitthvað stórt lið út í Evrópu þá er ekki þar með sagt að þeir eigi að hætta að mæta í landsleiki," sagði Rúnar sem sagðist ennfremur vera tilbúinn að setjast í landsliðsþjálfarastólinn en að hann sé ekki viss um að rétta tímasetningin sé núna.
Íslenski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira