Guðmundur Benediktsson var síðasti íslenski landsliðsmaðurinn sem náði því að skora í landsleik á móti Kýpur. Ísland og Kýpur mætast á Laugardalsvellinum í kvöld en Ísland er búið að spila 231 mínútu á móti Kýpur án þess að skora.
Síðustu tveir leikir Íslands við Kýpur hafa endað með markalausu jafntefli en Guðmundur Benediktsson skoraði seinna mark Íslands í 2-1 sigri í vináttulandsleik á Akranesi 5. júní 1996. Alexander Högnason skoraði fyrra markið með skalla eftir aukaspyrnu frá Ólafi H. Kristjánsson, núverandi þjálfara Breiðabliks.
Mark Guðmundar var með skalla eftir fyrirgjöf Þórðar Guðjónssonar og kom það á 39. mínútu. Síðan þá er íslenska liðið búið að spila í 231 mínútu á móti Kýpur án þess að skora. Kýpverjar hafa beðið aðeins skemur (215 mínútur) því þeir minnkuðu muninn í 2-1 á 55. mínútu leiksins á Akranesi fyrir rúmum fimmtán árum.
Gummi Ben skoraði síðasta mark Íslands á móti Kýpur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum
Enski boltinn


Newcastle loks að fá leikmann
Enski boltinn

Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum
Íslenski boltinn




Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok
Enski boltinn

Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum
Íslenski boltinn
