Ólafur Jóhannesson: Íslendingur á að þjálfa íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2011 14:45 Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, vill gera sem fæstar breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn á móti Kýpur á morgun en hann ræddi í dag við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann á Stöð 2. Ísland mætir Kýpur á morgun í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2012 sem er einnig síðasti leikurinn sem Ólafur stýrir á Laugardalsvellinum þar sem að hann hættir með landsliðið eftir þessa undankeppni. „Við skulum vona það að ég nái sigri í síðasta heimaleiknum en við munum gera allt sem við getum til þess að vinna leikinn, það er ljóst," sagði Ólafur. Ólafur varð að gera breytingu á hópnum því markvörðurinn Stefán Logi Magnússon og Rúrik Gíslason eru báðir í banni í leiknum á morgun. En mun Hannes Þór Halldórsson, byrja í markinu? „Ég kallaði Harald inn í hópinn og er með tvo fína markmenn. Ég tel meiri líkur á því að Hannes byrji í markinu," sagði Ólafur. Hann hefur einnig kallað á Björn Bergmann Sigurðarson sem kemur inn fyrir Veigar Pál Gunnarsson en hann var settur út úr hópnum. „Ég gef ekki gert það upp við mig hvort Björn Bergmann fái að byrja en við misstum tvo sóknarsinnaða menn út úr hópnum í þeim Rúrik og Veigari. Því fannst mér upplagt að ná í Björn Bergmann. Við ætluðum að velja hann í upphafi en eins og ég hef oft sagt þá vil ég ekki taka 21 árs stráka inn ef ég veit ekki hvað ég ætla að gera við þá. Núna vildi ég hafa hann af því að við misstum tvo menn," sagði Ólafur en hvað gerðist með Veigar Pál. „Það var ágreiningur á milli mín og Veigars og hann yfirgaf hópinn í kjölfarið," sagði Ólafur um ástæður þess að Veigar Páll Gunnarsson verður ekki með liðinu á móti Kýpur. Ólafur segir að það séu leikmenn í hópnum tæpir fyrir leikinn á morgun. „Við erum í smá veseni. Indriði er veikur og það er óvissa með hann og Sölvi er í veseni vegna meiðsla og það er líka óvissa með hann," segir Ólafur en hann fær nú Kristján Örn Sigurðsson aftur inn eftir að hafa verið í leikbanni á móti Noregi. „Ég hef ekki tekið ákvörðun um það hvort Kristján Örn komi inn í liðið. Hafsentarnir spiluðu feiknavel út í Noregi og ég verð að sjá hvernig ástandið á þeim verður," sagði Ólafur. En er hann búinn að ákveða einhverjar breytingar á byrjunarliðinu? „Auðvitað dettur Stefán Logi út þar sem að hann er í leikbanni. Rúrik er farinn líka þannig að það kemur nýr vængmaður. Ég vil rótera sem minnst með liðið því liðið spilaði feiknavel út í Noregi og var í góðum gír þar. Ég vil reyna að halda sem flestum okkar mönnum," sagði Ólafur en hann segir umræðu um næsta landsliðsþjálfara ekki trufla sig. „Þessi umræða truflar mig ekki. Ég er búinn að vera það lengi í þjálfun að ég veit að við missum starfið og samningar eru ekki endurnýjaðir. Þetta truflar mig ekki," sagði Ólafur en vill hann fá erlendan eða íslenskan landsliðsþjálfara. „Það er ekki neinn vafi í mínum huga að Íslendingur á að þjálfa þetta landslið, við höfum ekkert með það að gera að leita út fyrir landssteinana því við eigum nóg af góðum mönnum hér á Íslandi," sagði Ólafur en hver á þá að taka við liðinu. „Ég myndi helst vilja hafa sjálfan mig" sagði Ólafur að lokum í léttum tón en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, vill gera sem fæstar breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn á móti Kýpur á morgun en hann ræddi í dag við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann á Stöð 2. Ísland mætir Kýpur á morgun í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2012 sem er einnig síðasti leikurinn sem Ólafur stýrir á Laugardalsvellinum þar sem að hann hættir með landsliðið eftir þessa undankeppni. „Við skulum vona það að ég nái sigri í síðasta heimaleiknum en við munum gera allt sem við getum til þess að vinna leikinn, það er ljóst," sagði Ólafur. Ólafur varð að gera breytingu á hópnum því markvörðurinn Stefán Logi Magnússon og Rúrik Gíslason eru báðir í banni í leiknum á morgun. En mun Hannes Þór Halldórsson, byrja í markinu? „Ég kallaði Harald inn í hópinn og er með tvo fína markmenn. Ég tel meiri líkur á því að Hannes byrji í markinu," sagði Ólafur. Hann hefur einnig kallað á Björn Bergmann Sigurðarson sem kemur inn fyrir Veigar Pál Gunnarsson en hann var settur út úr hópnum. „Ég gef ekki gert það upp við mig hvort Björn Bergmann fái að byrja en við misstum tvo sóknarsinnaða menn út úr hópnum í þeim Rúrik og Veigari. Því fannst mér upplagt að ná í Björn Bergmann. Við ætluðum að velja hann í upphafi en eins og ég hef oft sagt þá vil ég ekki taka 21 árs stráka inn ef ég veit ekki hvað ég ætla að gera við þá. Núna vildi ég hafa hann af því að við misstum tvo menn," sagði Ólafur en hvað gerðist með Veigar Pál. „Það var ágreiningur á milli mín og Veigars og hann yfirgaf hópinn í kjölfarið," sagði Ólafur um ástæður þess að Veigar Páll Gunnarsson verður ekki með liðinu á móti Kýpur. Ólafur segir að það séu leikmenn í hópnum tæpir fyrir leikinn á morgun. „Við erum í smá veseni. Indriði er veikur og það er óvissa með hann og Sölvi er í veseni vegna meiðsla og það er líka óvissa með hann," segir Ólafur en hann fær nú Kristján Örn Sigurðsson aftur inn eftir að hafa verið í leikbanni á móti Noregi. „Ég hef ekki tekið ákvörðun um það hvort Kristján Örn komi inn í liðið. Hafsentarnir spiluðu feiknavel út í Noregi og ég verð að sjá hvernig ástandið á þeim verður," sagði Ólafur. En er hann búinn að ákveða einhverjar breytingar á byrjunarliðinu? „Auðvitað dettur Stefán Logi út þar sem að hann er í leikbanni. Rúrik er farinn líka þannig að það kemur nýr vængmaður. Ég vil rótera sem minnst með liðið því liðið spilaði feiknavel út í Noregi og var í góðum gír þar. Ég vil reyna að halda sem flestum okkar mönnum," sagði Ólafur en hann segir umræðu um næsta landsliðsþjálfara ekki trufla sig. „Þessi umræða truflar mig ekki. Ég er búinn að vera það lengi í þjálfun að ég veit að við missum starfið og samningar eru ekki endurnýjaðir. Þetta truflar mig ekki," sagði Ólafur en vill hann fá erlendan eða íslenskan landsliðsþjálfara. „Það er ekki neinn vafi í mínum huga að Íslendingur á að þjálfa þetta landslið, við höfum ekkert með það að gera að leita út fyrir landssteinana því við eigum nóg af góðum mönnum hér á Íslandi," sagði Ólafur en hver á þá að taka við liðinu. „Ég myndi helst vilja hafa sjálfan mig" sagði Ólafur að lokum í léttum tón en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira