Hamilton býst við spennu á Ítalíu 5. september 2011 13:53 Lewis Hamilton á McLaren í tímatökunni á Spa á dögunum. Lewis Hamilton féll úr leik í síðustu Formúlu 1 keppni, á Spa brautinni í Belgíu. Hann viðurkenndi eftir keppnina að hafa gert mistök í akstri, sem orsakaði árekstur hans og Kamui Kobayashi. Hamilton varð að hætta keppni eftir atvikið, en hann keppir í þrettánda Formúlu 1 móti ársins á Monza brautinni á Ítalíu um næstu helgi. „Á síðasta ári vann ég á Spa, en komst ekki í endamark á Monza. Þetta árið mun ég leita eftir að snúa þessu við! Ég hlakka til að mæta til leiks á Ítalíu. Ég ók þar mikið þegar ég keppti í kart-kappakstri. Ég elska landið", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren. Hann kvaðst ekki verið með hugann við það sem gerðist á Spa, heldur horfði fram veginn. Hamilton er í fimmta sæti í stigamóti ökumanna og möguleiki hans á meistaratitlinum minnkaði talsvert þegar hann féll úr leik í síðustu keppni. „Ég tel að við mætum nokkuð bjartsýnir í mótið. Ég hef aldrei sigrað á Monza brautinni og það væri gaman að ná hagstæðum úrslitum í ár. Ég hlakka sérstaklega til tímatökunnar, af því ég held að stillanlegi afturvængurinn muni skipta miklu máli, hvað aksturstímann varðar. Ég vil hámarka getu bílsins í tímatökunni og vill vitanlega fylgja því eftir í keppninni." Notkun á stillanlegum afturvæng þýðir að ökumenn ná meiri hámarkshraða en ella og á Monza verður leyft að nota vænginn á tveimur stöðum í brautinni í kappakstrinum, en notkun er frjáls á æfingum og í tímatökunni. „Ég held að það verði spenna í tímatökunni. Við verðum 20 km hraðari en áður á fjórum stöðum í brautinni, þannig að tímarnir í tímatökunni verða hraðari en í keppninni. Það ætti að verða nokkuð spennandi. Ég held að við séum að fara horfa fram á aðra jafna keppni og ég hlakka til", sagði Hamilton. Formúla Íþróttir Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Lewis Hamilton féll úr leik í síðustu Formúlu 1 keppni, á Spa brautinni í Belgíu. Hann viðurkenndi eftir keppnina að hafa gert mistök í akstri, sem orsakaði árekstur hans og Kamui Kobayashi. Hamilton varð að hætta keppni eftir atvikið, en hann keppir í þrettánda Formúlu 1 móti ársins á Monza brautinni á Ítalíu um næstu helgi. „Á síðasta ári vann ég á Spa, en komst ekki í endamark á Monza. Þetta árið mun ég leita eftir að snúa þessu við! Ég hlakka til að mæta til leiks á Ítalíu. Ég ók þar mikið þegar ég keppti í kart-kappakstri. Ég elska landið", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren. Hann kvaðst ekki verið með hugann við það sem gerðist á Spa, heldur horfði fram veginn. Hamilton er í fimmta sæti í stigamóti ökumanna og möguleiki hans á meistaratitlinum minnkaði talsvert þegar hann féll úr leik í síðustu keppni. „Ég tel að við mætum nokkuð bjartsýnir í mótið. Ég hef aldrei sigrað á Monza brautinni og það væri gaman að ná hagstæðum úrslitum í ár. Ég hlakka sérstaklega til tímatökunnar, af því ég held að stillanlegi afturvængurinn muni skipta miklu máli, hvað aksturstímann varðar. Ég vil hámarka getu bílsins í tímatökunni og vill vitanlega fylgja því eftir í keppninni." Notkun á stillanlegum afturvæng þýðir að ökumenn ná meiri hámarkshraða en ella og á Monza verður leyft að nota vænginn á tveimur stöðum í brautinni í kappakstrinum, en notkun er frjáls á æfingum og í tímatökunni. „Ég held að það verði spenna í tímatökunni. Við verðum 20 km hraðari en áður á fjórum stöðum í brautinni, þannig að tímarnir í tímatökunni verða hraðari en í keppninni. Það ætti að verða nokkuð spennandi. Ég held að við séum að fara horfa fram á aðra jafna keppni og ég hlakka til", sagði Hamilton.
Formúla Íþróttir Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira