Heidfeld endanlega úr myndinni hjá Renault og Senna ekur áfram 2. september 2011 16:34 Nick Heidfeld mætti á mótssvæðið á Spa brautinni um síðustu helgi, þó hann hefði þurft að víkja sæti hjá Renault. AP Mynd: Frank Augstein Renault liðið tilkynnti í dag að liðið hefði náð samkomulagi við Nick Heidfeld um að keyra ekki meira hjá liðinu, en málið átti að fara fyrir dóm 18. september í Englandi. Heidfeld var ekki sáttur við að víkja sæti fyrir Bruno Senna í síðasta móti og því næsta, en nú er endanlega ljóst að Senna verður ökumaður Renault út tímabilið ásamt Vitaly Petrov. Heidfeld og umboðsmaður hans töldu að hann væri með traustan samning um að keyra út árið og átti að taka málið fyrir hjá breskum dómara eftir mótið á Monza á Ítalíu um aðra helgi. En Heidfeld og Renault hafa náð samkomulagi um að leiðir skilji án þess að til þess komi. „Það hefur verið mikið fjallað um ósætti okkar við Heidfeld og við erum ánægðir að hafa fundið lausn. Skilnaður okkar var sársaukafullur og hvorugur aðilinn vildi fara lagaleiðina. Við erum þakklátir fyrir framlag Heidfeld og áttum góðar stundir saman, ekki síst þegar við náðum Þriðja sæti í Malasíu. Hann er góður og einbeittur ökumaður og við óskum honum velgengni í framtíðinni", sagði Eric Boullier í fréttatilkynningu í dag. Í sömu tilkynningu frá Renault voru ummæli frá Heidfeld. „Augljóslega er ég svekktur að yfirgefa Renault liðið á miðju tímabilinu. Ég taldi að ég hefði eitthvað fram að færa til liðsins, en ég verð að sjá hlutina eins og þeir eru og horfa til framtíðar. Við höfum ákveðið að binda endi á samstarf okkar í dag. Ég vil óska vinum sem ég eignaðist í Enstone (bækistöð Renault liðsins) velgengni til loka tímabilsins. Eitt er víst að ég keppi fljótlega aftur í kappakstri á ný", sagði Heidfeld. Skömmu eftir þessa tilkynningu frá Renault sagði önnur tilkynning að Senna myndi aka í þeim sjö mótum sem eftir eru, eins og hann gerði á Spa. Romain Grosjean verður varaökumaður liðsins, en hann tryggði sér meistaratitilinn í GP2 mótaröðinni um síðustu helgi á Spa brautinni. Formúla Íþróttir Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Renault liðið tilkynnti í dag að liðið hefði náð samkomulagi við Nick Heidfeld um að keyra ekki meira hjá liðinu, en málið átti að fara fyrir dóm 18. september í Englandi. Heidfeld var ekki sáttur við að víkja sæti fyrir Bruno Senna í síðasta móti og því næsta, en nú er endanlega ljóst að Senna verður ökumaður Renault út tímabilið ásamt Vitaly Petrov. Heidfeld og umboðsmaður hans töldu að hann væri með traustan samning um að keyra út árið og átti að taka málið fyrir hjá breskum dómara eftir mótið á Monza á Ítalíu um aðra helgi. En Heidfeld og Renault hafa náð samkomulagi um að leiðir skilji án þess að til þess komi. „Það hefur verið mikið fjallað um ósætti okkar við Heidfeld og við erum ánægðir að hafa fundið lausn. Skilnaður okkar var sársaukafullur og hvorugur aðilinn vildi fara lagaleiðina. Við erum þakklátir fyrir framlag Heidfeld og áttum góðar stundir saman, ekki síst þegar við náðum Þriðja sæti í Malasíu. Hann er góður og einbeittur ökumaður og við óskum honum velgengni í framtíðinni", sagði Eric Boullier í fréttatilkynningu í dag. Í sömu tilkynningu frá Renault voru ummæli frá Heidfeld. „Augljóslega er ég svekktur að yfirgefa Renault liðið á miðju tímabilinu. Ég taldi að ég hefði eitthvað fram að færa til liðsins, en ég verð að sjá hlutina eins og þeir eru og horfa til framtíðar. Við höfum ákveðið að binda endi á samstarf okkar í dag. Ég vil óska vinum sem ég eignaðist í Enstone (bækistöð Renault liðsins) velgengni til loka tímabilsins. Eitt er víst að ég keppi fljótlega aftur í kappakstri á ný", sagði Heidfeld. Skömmu eftir þessa tilkynningu frá Renault sagði önnur tilkynning að Senna myndi aka í þeim sjö mótum sem eftir eru, eins og hann gerði á Spa. Romain Grosjean verður varaökumaður liðsins, en hann tryggði sér meistaratitilinn í GP2 mótaröðinni um síðustu helgi á Spa brautinni.
Formúla Íþróttir Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira