Björn Bergmann: Miklu skemmtilegra að skora sjálfur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2011 20:15 Strákarnir fagna hér Birni Bergmann Sigurðarsyni eftir fyrra markið hans. Mynd/Vilhem Björn Bergmann Sigurðarson var hetja íslenska 21 árs landsliðsins í 2-1 sigri á Belgum á Vodafonevellinum í kvöld en þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2013. Björn Bergmann skoraði bæði mörkin þar af sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. „Það var alveg geðveikt að byrja fyrsta leikinn svona og að ná að skora tvö mörk þótt að aðalatriðið hafi verið að vinna leikinn," sagði Björn Bergmann Sigurðarson, ánægður í leikslok. „Við duttum svolítið djúpt í seinni hálfleik sem við áttum ekki að gera en það virkaði á endanum reyndar. Það var þvílíkur léttir þegar markið kom," sagði Björn Bergmann sem hafði fengið mjög gott færi nokkru áður. „Ég ætlaði þá að setja hann undir markvörðinn en hann bara settist á hann," sagði Björn Bergmann sem bætti fyrir það með því að skora sigurmarkið úr öðru svipuðu færi. „Við ætluðum að gefa allt í þetta, halda boltanum og spila honum. Ef að það væri eitthvað vesen þá áttu menn að dúndra honum upp völlinn og við áttum síðan að reyna að vinna boltana frammi," sagði Björn Bergmann. „Við sem vorum frammi gerðum okkar besta í því að ógna með hlaupum allan tímann," sagði Björn Bergmann og það var einmitt eitt slíkt sem skilaði sigurmarkinu í lokin. Björn Bergmann var aðeins einn af þremur leikmönnum í liðinu í dag sem var með í úrslitakeppni EM í Danmörku í sumar. „Það er alveg bókað að við ætlum í annað ævintýri í þessari keppni. Þetta eru frábærir strákar og þeir eru ekkert síðri heldur en hinn hópurinn. Við reynum að fara að fara alla leið," sagði Björn Bergmann og hann var ánægður með mörkin sín. „Ég er ekki búinn að vera að skora mikið með félagsliðinu mínu og var ekki búinn að skora í síðustu fimm leikjum. Það komu tvö núna og það er alveg geðveikt," sagði Björn Bergmann sem hefur þó lagt upp ófá mörkin fyrir félaga sína í Lilleström í sumar. „Það telur líka en það er miklu skemmtilegra að skora sjálfur," sagði Björn Bergmann léttur að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson var hetja íslenska 21 árs landsliðsins í 2-1 sigri á Belgum á Vodafonevellinum í kvöld en þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2013. Björn Bergmann skoraði bæði mörkin þar af sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. „Það var alveg geðveikt að byrja fyrsta leikinn svona og að ná að skora tvö mörk þótt að aðalatriðið hafi verið að vinna leikinn," sagði Björn Bergmann Sigurðarson, ánægður í leikslok. „Við duttum svolítið djúpt í seinni hálfleik sem við áttum ekki að gera en það virkaði á endanum reyndar. Það var þvílíkur léttir þegar markið kom," sagði Björn Bergmann sem hafði fengið mjög gott færi nokkru áður. „Ég ætlaði þá að setja hann undir markvörðinn en hann bara settist á hann," sagði Björn Bergmann sem bætti fyrir það með því að skora sigurmarkið úr öðru svipuðu færi. „Við ætluðum að gefa allt í þetta, halda boltanum og spila honum. Ef að það væri eitthvað vesen þá áttu menn að dúndra honum upp völlinn og við áttum síðan að reyna að vinna boltana frammi," sagði Björn Bergmann. „Við sem vorum frammi gerðum okkar besta í því að ógna með hlaupum allan tímann," sagði Björn Bergmann og það var einmitt eitt slíkt sem skilaði sigurmarkinu í lokin. Björn Bergmann var aðeins einn af þremur leikmönnum í liðinu í dag sem var með í úrslitakeppni EM í Danmörku í sumar. „Það er alveg bókað að við ætlum í annað ævintýri í þessari keppni. Þetta eru frábærir strákar og þeir eru ekkert síðri heldur en hinn hópurinn. Við reynum að fara að fara alla leið," sagði Björn Bergmann og hann var ánægður með mörkin sín. „Ég er ekki búinn að vera að skora mikið með félagsliðinu mínu og var ekki búinn að skora í síðustu fimm leikjum. Það komu tvö núna og það er alveg geðveikt," sagði Björn Bergmann sem hefur þó lagt upp ófá mörkin fyrir félaga sína í Lilleström í sumar. „Það telur líka en það er miklu skemmtilegra að skora sjálfur," sagði Björn Bergmann léttur að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira