Webber býst við hörðum stigaslag við þrjá keppinauta 19. september 2011 15:14 Mark Webber lenti í árekstri við Felipe Massa í síðustu keppni sem var á Ítalíu og féll skömmu síðar úr leik. AP MYND: Luca Bruno Mark Webber hjá Red Bull fékk engin stig úr síðustu Formúlu 1 keppni og er orðinn 117 stigum á eftir liðsfélaga sínum, Sebastian Vettel í stigamóti ökumanna, þegar sex mótum er ólokið. Webber keppir í Singapúr um næstu helgi, en aðeins 14 stig skilja að þá fjóra ökumenn sem eru á eftir Vettel í stigamótinu. Webber varð í þriðja sæti í keppninni í Singapúr í fyrra. Mótið í Singapúr fer fram að kvöldi til og Webber segir mótið erfitt og malbikið ójafnt á sumum stöðum í brautinni. Þó um 1500 ljós lýsi brautina vel upp, þá er þetta ekki eins og að keyra að degi til og þreytan segir því til sín. Þetta er líka lengsta mót ársins og fer nærri tveggja tíma hámarkinu hjá FIA", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull liðinu. Mikill hiti og raki þýðir það að það er heitt um borð í bílnum og það þarf að gæta að vökvamagni líkamans í aðdraganda mótsins. Ég lauk keppni í þriðja sæti á Marina Bay brautinni í fyrra, þó ekki hafi alltaf gengið vel. Ég nýt þess að keyra þarna og vonast til að negla þetta í ár, eins og ég gerði í Valencia fyrr á þessu tímabli", sagði Webber. Webber hefur ekki enn náð fyrsta sæti í keppni á þessu keppnistímabili í móti. Hann hefur tvisvar náð öðru sæti og fimm sinnum þriðja sæti. Á sama tíma hefur Vettel landað átta sigrum. „Það skilja aðeins 14 stig fjóra okkar að. Mig, Fernando (Alonso), Jenson (Button) og Lewis (Hamilton). Enginn okkar mun gefa eftir tommu", sagði Webber um væntanlegan stigaslag, en Vettel er óneitanlega í góðri stöðu í efsta sæti á undan þessum fjórum köppum. Hann á möguleika á að tryggja sér meistaratitilinn um næsti helgi, ef úrslitin í mótinu verða honum hagstæð. Formúla Íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull fékk engin stig úr síðustu Formúlu 1 keppni og er orðinn 117 stigum á eftir liðsfélaga sínum, Sebastian Vettel í stigamóti ökumanna, þegar sex mótum er ólokið. Webber keppir í Singapúr um næstu helgi, en aðeins 14 stig skilja að þá fjóra ökumenn sem eru á eftir Vettel í stigamótinu. Webber varð í þriðja sæti í keppninni í Singapúr í fyrra. Mótið í Singapúr fer fram að kvöldi til og Webber segir mótið erfitt og malbikið ójafnt á sumum stöðum í brautinni. Þó um 1500 ljós lýsi brautina vel upp, þá er þetta ekki eins og að keyra að degi til og þreytan segir því til sín. Þetta er líka lengsta mót ársins og fer nærri tveggja tíma hámarkinu hjá FIA", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull liðinu. Mikill hiti og raki þýðir það að það er heitt um borð í bílnum og það þarf að gæta að vökvamagni líkamans í aðdraganda mótsins. Ég lauk keppni í þriðja sæti á Marina Bay brautinni í fyrra, þó ekki hafi alltaf gengið vel. Ég nýt þess að keyra þarna og vonast til að negla þetta í ár, eins og ég gerði í Valencia fyrr á þessu tímabli", sagði Webber. Webber hefur ekki enn náð fyrsta sæti í keppni á þessu keppnistímabili í móti. Hann hefur tvisvar náð öðru sæti og fimm sinnum þriðja sæti. Á sama tíma hefur Vettel landað átta sigrum. „Það skilja aðeins 14 stig fjóra okkar að. Mig, Fernando (Alonso), Jenson (Button) og Lewis (Hamilton). Enginn okkar mun gefa eftir tommu", sagði Webber um væntanlegan stigaslag, en Vettel er óneitanlega í góðri stöðu í efsta sæti á undan þessum fjórum köppum. Hann á möguleika á að tryggja sér meistaratitilinn um næsti helgi, ef úrslitin í mótinu verða honum hagstæð.
Formúla Íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira