Íslendingurinn Veigar Páll Gunnarsson skoraði fyrir norska félagið Vålerenga í úrvalsdeildinni í gærkvöld, en liðið vann Start 2-1.
Veigar kom Vålerenga yfir eftir rúmlega tíu mínútna leik, en Start jafnaði metinn rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Espen Hoff skoraði eina mark Start í leiknum.
Fegor Ogude skoraði sigurmark Vålerenga í leiknum 25 mínútum fyrir leikslok. Haraldur Freyr Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Start, en hann fór til félagsins frá Keflavík á dögunum.
Vålerenga er í sjöunda sæti deildarinnar með 32 stig en Start er sem fyrr í næstneðsta sætinu með 17 stig.
Veigar Páll skoraði fyrir Vålerenga
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

