Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik tapaði síðari vináttulandsleiknum gegn Kínverjum í dag, en leiknum lauk með þrettán stiga sigri heimamanna, 66-79.
Liðin áttust einnig við á föstudaginn og þá sigraði Kína 80-66, en íslenska landsliðið dvelur þessa stundina í Kína.
Kínverska körfuknattleikssambandið bauð íslenska landsliðinu í heimsókn um helgina og því mættust liðin í tveimur vináttuleikjum.
Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson voru bestu leikmenn landsliðsins í dag.
