Sprengingar trufluðu ekki arnarvarp - sumarbústaðir meiri ógn en vegir Kristján Már Unnarsson skrifar 28. september 2011 19:30 Haförn kom upp unga á miðju framkvæmdasvæði á Barðaströnd í fyrrasumar á sama tíma og sprengingar stóðu sem hæst nálægt hreiðrinu. Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Vestfjarða segir erni ekki hræðast bíla jafnmikið og gangandi fólk. Sumarbústaðir séu mun verri á arnarsvæðum heldur en vegir. Verið var að leggja nýjan sextán kílómetra veg um austanverðan Vatnsfjörð. Einn reyndasti leiðsögumaðurinn í Barðastrandarsýslum, Úlfar Thoroddsen á Patreksfirði, segir að þetta hafi litið illa út og mikið uppnám hafi orðið snemma sumars í fyrra og menn talið að umhverfisspjöll væru í uppsiglingu. Framkvæmdir höfðu, að því er talið var fyrir mistök, verið leyfðar á þeim tíma árs sem álitinn var sá viðkvæmasti fyrir arnarvarpið og var rætt um að stöðva vinnuna, þar sem ungi hafði uppgötvast í hreiðrinu. „Það hafði gerst að örninn, sennilega bara í banni, leyfði sér að verpa oní miðju framkvæmdasvæðinu, þar sem sprengingarnar og djöfulgangurinn var mestur," segir Úlfar. Forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða, Þorleifur Eiríksson, staðfestir að unginn hafi komist á legg úr umræddu hreiðri og framkvæmdirnar hafi engar afleiðingar haft fyrir varpið. Vitað sé að ernir láti tæki ekki trufla sig. Úlfar segir að það gildi um örninn, eins og aðrar skepnur, og manninn líka, að hann sé forvitinn og vilji sambýli og félagsskap. Annað verði ekki lesið út úr þessu. Og örninn var enn á svæðinu í síðustu viku, þegar Stöð 2 var þar að mynda, og sat þá á steini í fjörunni nálægt þjóðveginum. Úlfar segir að svipað hafi gerst þegar vegur var fyrst lagður þarna fyrir um fjörutíu árum. Umhverfissinnar og gæslumenn arnarins hafi þá risið upp og sagt að þetta gengi ekki. Vegurinn hafi samt verið lagður og flestir haldið að örninn yfirgæfi hreiðurssvæðið. „Aðlögunarhæfni arnarins var nú mun meiri en það. Hann bara fór upp í næsta stall." Og hefur verið þar síðan, segir Úlfar. Sjálfur telur hann að aðlögunarhæfni arnarins sé margfalt meiri en almennt sé viðurkennt. Þorleifur Eiríksson er doktor í atferlisfræði dýra og hann segir að ernir séu ekki eins hræddir við tæki og bíla eins og margir halda. Dæmin sýni að þeir séu óhræddir við að verpa nálægt vegum. Hann segir að sumarbústaðir séu miklu verri á arnarslóðum heldur en þjóðvegir. Sumarbústöðum fylgi gjarnan miklar gönguferðir og krakkar að leik og segir Þorleifur að ernir séu mun hræddari við gangandi fólk heldur en vegi og bíla. Dýr Fuglar Vesturbyggð Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Haförn kom upp unga á miðju framkvæmdasvæði á Barðaströnd í fyrrasumar á sama tíma og sprengingar stóðu sem hæst nálægt hreiðrinu. Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Vestfjarða segir erni ekki hræðast bíla jafnmikið og gangandi fólk. Sumarbústaðir séu mun verri á arnarsvæðum heldur en vegir. Verið var að leggja nýjan sextán kílómetra veg um austanverðan Vatnsfjörð. Einn reyndasti leiðsögumaðurinn í Barðastrandarsýslum, Úlfar Thoroddsen á Patreksfirði, segir að þetta hafi litið illa út og mikið uppnám hafi orðið snemma sumars í fyrra og menn talið að umhverfisspjöll væru í uppsiglingu. Framkvæmdir höfðu, að því er talið var fyrir mistök, verið leyfðar á þeim tíma árs sem álitinn var sá viðkvæmasti fyrir arnarvarpið og var rætt um að stöðva vinnuna, þar sem ungi hafði uppgötvast í hreiðrinu. „Það hafði gerst að örninn, sennilega bara í banni, leyfði sér að verpa oní miðju framkvæmdasvæðinu, þar sem sprengingarnar og djöfulgangurinn var mestur," segir Úlfar. Forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða, Þorleifur Eiríksson, staðfestir að unginn hafi komist á legg úr umræddu hreiðri og framkvæmdirnar hafi engar afleiðingar haft fyrir varpið. Vitað sé að ernir láti tæki ekki trufla sig. Úlfar segir að það gildi um örninn, eins og aðrar skepnur, og manninn líka, að hann sé forvitinn og vilji sambýli og félagsskap. Annað verði ekki lesið út úr þessu. Og örninn var enn á svæðinu í síðustu viku, þegar Stöð 2 var þar að mynda, og sat þá á steini í fjörunni nálægt þjóðveginum. Úlfar segir að svipað hafi gerst þegar vegur var fyrst lagður þarna fyrir um fjörutíu árum. Umhverfissinnar og gæslumenn arnarins hafi þá risið upp og sagt að þetta gengi ekki. Vegurinn hafi samt verið lagður og flestir haldið að örninn yfirgæfi hreiðurssvæðið. „Aðlögunarhæfni arnarins var nú mun meiri en það. Hann bara fór upp í næsta stall." Og hefur verið þar síðan, segir Úlfar. Sjálfur telur hann að aðlögunarhæfni arnarins sé margfalt meiri en almennt sé viðurkennt. Þorleifur Eiríksson er doktor í atferlisfræði dýra og hann segir að ernir séu ekki eins hræddir við tæki og bíla eins og margir halda. Dæmin sýni að þeir séu óhræddir við að verpa nálægt vegum. Hann segir að sumarbústaðir séu miklu verri á arnarslóðum heldur en þjóðvegir. Sumarbústöðum fylgi gjarnan miklar gönguferðir og krakkar að leik og segir Þorleifur að ernir séu mun hræddari við gangandi fólk heldur en vegi og bíla.
Dýr Fuglar Vesturbyggð Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira