Vettel sigraði í Singapore - komin með níu fingur á titilinn Stefán Árni Pálsson skrifar 25. september 2011 14:32 Vettel kemur í mark í Singapore Mynd. / Getty Images Það virðist ekkert geta komið í veg fyrir það að Sebastian Vettel, Red Bull, verði heimsmeistari í keppni ökumanna í Formúlu 1. Vettal sigraði keppnina í Singapore í dag með þó nokkrum yfirburðum, en hann kom í mark um 2 sekúndum á undan Jenson Button, McLaren. Þriðji varð Mark Webber, Red Bull. Þetta var níundi sigur Vettel á tímabilinu en hann hefur verið magnaður í ár. Keppnin í dag var viðburðamikil en Michael Schumacher datt úr leik eftir 28 hringi þegar hann skaust útaf brautinni. Alls komust fjórir bílar ekki í mark sökum árekstra og bilana. Sebastian Vettal þarf aðeins eitt stig til viðbótar í keppni ökumanna, en alls eru fimm mót eftir. Það þarf því kraftaverk svo að Vettal verði ekki heimsmeistari. Jenson Button á tölfræðilega möguleika á því að verða heimsmeistari en líkurnar eru heldur betur ekki með honum.Staðan í keppni ökumanna: Sebastian Vettel, Red Bull - 309 stig. Jenson Button, McLaren - 185 Fernando Alonso, Ferrari - 184 Formúla Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Það virðist ekkert geta komið í veg fyrir það að Sebastian Vettel, Red Bull, verði heimsmeistari í keppni ökumanna í Formúlu 1. Vettal sigraði keppnina í Singapore í dag með þó nokkrum yfirburðum, en hann kom í mark um 2 sekúndum á undan Jenson Button, McLaren. Þriðji varð Mark Webber, Red Bull. Þetta var níundi sigur Vettel á tímabilinu en hann hefur verið magnaður í ár. Keppnin í dag var viðburðamikil en Michael Schumacher datt úr leik eftir 28 hringi þegar hann skaust útaf brautinni. Alls komust fjórir bílar ekki í mark sökum árekstra og bilana. Sebastian Vettal þarf aðeins eitt stig til viðbótar í keppni ökumanna, en alls eru fimm mót eftir. Það þarf því kraftaverk svo að Vettal verði ekki heimsmeistari. Jenson Button á tölfræðilega möguleika á því að verða heimsmeistari en líkurnar eru heldur betur ekki með honum.Staðan í keppni ökumanna: Sebastian Vettel, Red Bull - 309 stig. Jenson Button, McLaren - 185 Fernando Alonso, Ferrari - 184
Formúla Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira