Knattspyrnukappinn og landsliðsmaðurinn Kristján Örn Sigurðsson skrifaði í dag undir nýjan samning við norska félagið Hönefoss. Samningurinn er til þriggja ára.
Kristján gekk í raðir Hönefoss árið 2010 og hefur spilað sem miðvörður fyrir félagið sem leikur í næstefstu deild. Félagið á í mikilli baráttu um að tryggja sér sæti í efstu deild. Liðið hefur 43 stig líkt og Sandefjörd og Sandnes Ulf þegar sex umferðir eru óleiknar.
Arnór Sveinn Aðalsteinsson er einnig á mála hjá Hönefoss en hann er í láni frá Breiðabliki.
Kristján Örn framlengdi til þriggja ára við Hönefoss
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar
Íslenski boltinn



Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn




Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti