Umfjöllun: Stórsigur KR-stúlkna á Keflavík Kolbeinn Tumi Daðason í DHL-höllinni skrifar 9. október 2011 18:30 Mynd/Stefán KR-stúlkur unnu í dag stórsigur á Keflavík í meistaraleik Körfuknattleikssambands Íslands. Lokatölurnar urðu 88-49 heimakonum í KR í vil í leik þar sem tvöfaldir meistarar Keflavíkur frá því í fyrra sáu aldrei til sólar. Gestirnir frá Keflavík skoruðu fyrstu fjögur stig leiksins í dag og virkuðu vel stemmdar. KR-stelpur, sem léku á heimavelli sínum, tóku þó fljótlega völdin og sigu fram úr. Liðið hafði sex stiga forskot 20-14 að loknum fyrsta leikhluta. Keflavíkurstúlkur reyndu hvað þær gátu að halda aftur af KR-ingum. Þær treystu þó of mikið á skot fyrir utan sem gekk ekki vel. Aðeins tvö af sautján þriggja stiga skotum þeirra í fyrri hálfleik rötuðu rétta leið. Staðan í hálfleik 42-26 KR í vil. KR-liðið hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik. Liðið skoraði níu fyrstu stig hálfleiksins og náði 25 stiga forystu. Fyrstu stig Keflavíkur í hálfleiknum komu þegar 4 mínútur og 45 sekúndur voru liðnar. Þriggja stiga karfa Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur í lok þriðja leikhluta sá til þess að KR hélt 25 stiga forskoti, 61-36. Þristurinn kom eftir sjö misheppnaðar tilraunir hennar fyrir utan en heimamenn fögnuðu körfunni jafnvel þrátt fyrir það. KR-stelpur héldu áfram að bæta forskotið í lokaleikhlutanum og unnu að lokum stórsigur, 88-49. Reyana Colson fór fyrir KR-liðinu hvort sem var í sókn eða vörn. Hún skoraði 22 stig auk þess að vera afar grimm í vörninni. Margrét Kara Sturludóttir, besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra, átti einnig afar góðan leik. Kara skoraði 23 stig. Jaleesa Butler var atkvæðamest gestanna. Hún skoraði 16 stig auk þess að taka fjölmörg fráköst. Miklu munaði um fjarveru Birnu Valgarðsdóttur sem var ekki á skýrslu hjá gestunum í leiknum. Slæm þriggja stiga nýtni beggja liða vakti athygli undirritaðs. Heimakonur hittu úr 6 af 23 skotum sínum fyrir utan. Gestirnir reyndu jafn oft en hittu aðeins þrisvar. Þriggja stiga línan var nýverið færð utar sem virðist ætla að gera leikmönnum erfitt fyrir.Keflavík-KR 49-88 (26-42)Keflavík: Jaleesa Butler 16/20 fráköst/5 varin skot, Pálína Gunnlaugsdóttir 13/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 9, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Lovísa Falsdóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 3/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 2.KR: Reyana Colson 23/13 fráköst/7 stolnir, Margrét Kara Sturludóttir 22/10 fráköst/6 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 13/6 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 12/9 fráköst, Helga Einarsdóttir 5/6 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Kristbjörg Pálsdóttir 3, Rannveig Ólafsdóttir 2, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 2, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 2. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
KR-stúlkur unnu í dag stórsigur á Keflavík í meistaraleik Körfuknattleikssambands Íslands. Lokatölurnar urðu 88-49 heimakonum í KR í vil í leik þar sem tvöfaldir meistarar Keflavíkur frá því í fyrra sáu aldrei til sólar. Gestirnir frá Keflavík skoruðu fyrstu fjögur stig leiksins í dag og virkuðu vel stemmdar. KR-stelpur, sem léku á heimavelli sínum, tóku þó fljótlega völdin og sigu fram úr. Liðið hafði sex stiga forskot 20-14 að loknum fyrsta leikhluta. Keflavíkurstúlkur reyndu hvað þær gátu að halda aftur af KR-ingum. Þær treystu þó of mikið á skot fyrir utan sem gekk ekki vel. Aðeins tvö af sautján þriggja stiga skotum þeirra í fyrri hálfleik rötuðu rétta leið. Staðan í hálfleik 42-26 KR í vil. KR-liðið hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik. Liðið skoraði níu fyrstu stig hálfleiksins og náði 25 stiga forystu. Fyrstu stig Keflavíkur í hálfleiknum komu þegar 4 mínútur og 45 sekúndur voru liðnar. Þriggja stiga karfa Sigrúnar Sjafnar Ámundadóttur í lok þriðja leikhluta sá til þess að KR hélt 25 stiga forskoti, 61-36. Þristurinn kom eftir sjö misheppnaðar tilraunir hennar fyrir utan en heimamenn fögnuðu körfunni jafnvel þrátt fyrir það. KR-stelpur héldu áfram að bæta forskotið í lokaleikhlutanum og unnu að lokum stórsigur, 88-49. Reyana Colson fór fyrir KR-liðinu hvort sem var í sókn eða vörn. Hún skoraði 22 stig auk þess að vera afar grimm í vörninni. Margrét Kara Sturludóttir, besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra, átti einnig afar góðan leik. Kara skoraði 23 stig. Jaleesa Butler var atkvæðamest gestanna. Hún skoraði 16 stig auk þess að taka fjölmörg fráköst. Miklu munaði um fjarveru Birnu Valgarðsdóttur sem var ekki á skýrslu hjá gestunum í leiknum. Slæm þriggja stiga nýtni beggja liða vakti athygli undirritaðs. Heimakonur hittu úr 6 af 23 skotum sínum fyrir utan. Gestirnir reyndu jafn oft en hittu aðeins þrisvar. Þriggja stiga línan var nýverið færð utar sem virðist ætla að gera leikmönnum erfitt fyrir.Keflavík-KR 49-88 (26-42)Keflavík: Jaleesa Butler 16/20 fráköst/5 varin skot, Pálína Gunnlaugsdóttir 13/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 9, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Lovísa Falsdóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 3/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 2.KR: Reyana Colson 23/13 fráköst/7 stolnir, Margrét Kara Sturludóttir 22/10 fráköst/6 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 13/6 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 12/9 fráköst, Helga Einarsdóttir 5/6 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Kristbjörg Pálsdóttir 3, Rannveig Ólafsdóttir 2, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 2, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 2.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira