Vettel ekki að einbeita sér að stiginu sem vantar 8. október 2011 16:45 Lewis Hamilton, Sebastian Vettel og Jenson Button eftir tímatökuna í Japan. AP MYND: GREG BAKER Sebastian Vettel á Red Bull verður fremstur á ráslínu í japanska Formúlu 1 kappakstrinum á Suzuka brautinni, sem fram fer á sunnudag. Vettel varð aðeins 0.009 sekúndum á undan Jenson Button á McLaren í tímatökunni í dag. Það gekk þó ekki allt eins og í sögu hjá Vettel og Red Bull fyrir tímatökuna. „Ég fór útaf á æfingu í gær og skemmdi framvænginn, þannig að það var ekki auðvelt að standsetja bílinn fyrir daginn í dag. Af þeim sökum var jafnvægi bílsins ekki gott í morgun (á æfingu) og við fórum ekki nógu hratt. Eftir æfinguna í morgun, settumst við niður og spáðum í hvar við gætum bætt okkur og náðum öllu út úr bílnum í tímatökunni. Það var lykilatriði," sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull. Vettel getur orðið heimsmeistari ökumanna á morgun og nægir eitt stig í þeim fimm mótum sem eftir eru, jafnvel þó Button, eini keppinautur hans um titilinn vinni mótið á Suzuka brautinni og fjögur mót til viðbótar að auki. „Það var ekki mikill munur á mér og Jenson. Ég vil þakka liðinu og þeim í bækistöð liðsins fyrir að færa mér annan framvæng. Ég sæti ekki hér, án þeirra og ég er mjög glaður og ánægður. Hvort ég næ í eitt stig eða ekkert á morgun - ég er ekki einbeita mér að því." „Ég lærði lexíu í gær, þegar ég var ekki alveg 100% einbeittur og missti bílinn útaf. Keppnin á morgun er löng og erfið. Ég hlakka til. Við elskum að koma hingað, það er sérstök stemmning og áhorfendur eru ástríðufullir og brjálaðir," sagði Vettel góðlátlega. „Þegar við erum á hótelinu á morgnanna, þá er það fullt af fólki og allir eru gargandi. Það er skemmtileg tilfinning að vera hluti af því og það verður sérstakt af ræsa af stað, fremstur á ráslínu. Keppnin er löng og það getur margt gerst", sagði Vettel. Bein útsending frá japanska Formúlu 1 kappakstrinum hefst með upphitun klukkan 05.30 í fyrramálið á Stöð 2 Sport og verður útsendingin í opinni dagskrá. Formúla Íþróttir Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Sebastian Vettel á Red Bull verður fremstur á ráslínu í japanska Formúlu 1 kappakstrinum á Suzuka brautinni, sem fram fer á sunnudag. Vettel varð aðeins 0.009 sekúndum á undan Jenson Button á McLaren í tímatökunni í dag. Það gekk þó ekki allt eins og í sögu hjá Vettel og Red Bull fyrir tímatökuna. „Ég fór útaf á æfingu í gær og skemmdi framvænginn, þannig að það var ekki auðvelt að standsetja bílinn fyrir daginn í dag. Af þeim sökum var jafnvægi bílsins ekki gott í morgun (á æfingu) og við fórum ekki nógu hratt. Eftir æfinguna í morgun, settumst við niður og spáðum í hvar við gætum bætt okkur og náðum öllu út úr bílnum í tímatökunni. Það var lykilatriði," sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull. Vettel getur orðið heimsmeistari ökumanna á morgun og nægir eitt stig í þeim fimm mótum sem eftir eru, jafnvel þó Button, eini keppinautur hans um titilinn vinni mótið á Suzuka brautinni og fjögur mót til viðbótar að auki. „Það var ekki mikill munur á mér og Jenson. Ég vil þakka liðinu og þeim í bækistöð liðsins fyrir að færa mér annan framvæng. Ég sæti ekki hér, án þeirra og ég er mjög glaður og ánægður. Hvort ég næ í eitt stig eða ekkert á morgun - ég er ekki einbeita mér að því." „Ég lærði lexíu í gær, þegar ég var ekki alveg 100% einbeittur og missti bílinn útaf. Keppnin á morgun er löng og erfið. Ég hlakka til. Við elskum að koma hingað, það er sérstök stemmning og áhorfendur eru ástríðufullir og brjálaðir," sagði Vettel góðlátlega. „Þegar við erum á hótelinu á morgnanna, þá er það fullt af fólki og allir eru gargandi. Það er skemmtileg tilfinning að vera hluti af því og það verður sérstakt af ræsa af stað, fremstur á ráslínu. Keppnin er löng og það getur margt gerst", sagði Vettel. Bein útsending frá japanska Formúlu 1 kappakstrinum hefst með upphitun klukkan 05.30 í fyrramálið á Stöð 2 Sport og verður útsendingin í opinni dagskrá.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira