Haustkræsingar Rósu: Brokkolísúpa með osti 7. október 2011 20:00 Matarinnslag úr Íslandi í dag þar sem Rósa Guðbjartsdóttir eldar ómótstæðilegar haustkræsingar á sinn einstaka hátt. Kíkið síðan á uppskriftirnar og spreytið ykkur sjálf. Brokkolísúpa með ostif. fjóra 1 msk. ólífuolía 1 laukur eða 2-3 vorlaukar, smátt skornir 3-4 hvítlauksrif, marin 400 g brokkolí (spergilkál), skorið í bita, stilkarnir notaðir líka 0,8-1 líter kjúklingasoð 2 handfylli spínat (má sleppa) salt og grófmalaður pipar 1-2 dl ostur, helst cheddar, en má nota fleiri tegundir og t.d. gráðost Mýkið laukinn og hvítlaukinn í ólífuolíunni í potti við miðlungshita. Bætið síðan brokkolí út í og veltið saman í pottinum í 2-3 mínútur. Setjið síðan kjúklingasoðið saman við, ásamt spínatinu og kryddið að smekk. Látið suðuna rétt koma upp. Slökkvið síðan undir pottinum og maukið grænmetið með töfrasprota eða í blandara. Farið varlega svo þið brennið ykkur ekki á sjóðandi heitri súpunni. Þegar súpan er orðin hæfilega slétt og þykk þá er ostinum hrært saman við, - passið að súpan sé ekki á heitri hellu þegar ostinum er hrært út í, því hann má alls ekki sjóða. Gott að strá smá osti yfir þegar súpan er borin fram. Stundum sleppi ég spínatinu, set smá klettasalat í staðinn, og/ eða nota ferskar kryddjurtir saman við; þá helst steinselju en einnig ferska myntu. Þá kemur mjög góður eftirkeimur. Laxaréttur (forréttur/smáréttur)f. 2-4150 g hrár lax, skorinn í bita4 msk. sítrónusafi2 msk. sesamolía1 msk. sólblómaolía ( eða önnur bragðlítil olía)c.a. 2 msk. af ristuðum sesamfræjum og grófu salti blandað saman viðfersku kóríander og niðurklipptu þangi eða sölum stráð yfir (má sleppa) Hrærið sesamolíu, sítrónusafa og sólblómaolíu saman í lítilli skál. Ristið sesamfræin örskamma stund á heitri pönnu og látið kólna (ég notaði blöndu af hvítum og svörtum sesamfræjum, en má nota hvora tegundina sem er). Steytið síðan sesamfræ og gróft salt saman, helst í mortéli. (hlutföllin eiga að vera: 5 msk. sesamfræ á móti 1 msk. gróft salt) Setjið niðurskorna laxinn í skál og blandið sítrónusafa- og olíuhrærunni saman við ásamt sesamfræjunum og saltinu. Látið standa í ísskáp í 10 mínútur áður en borið fram. Ef laxinn er hafður lengur í sítrónusafablöndunnni þá ,,eldast'' hann eða tekur sig meira af sítrónusafanum og það er að flestra mati síðra. Það er best að hafa fiskinn hráan og aðeins létt marineraðan. Gott er að bera fram með ristuðu brauði og/eða fersku salati, en rétturinn stendur líka alveg fyrir sínu án alls meðlætis. Gulrótarsúpaf. 4-6 2 msk. ólífuolía 1 laukur, smátt saxaður 1 tsk. karrí 4 hvítlauksrif, marin 3-5 cm fersk engiferrót, smátt söxuð 500-600 g gulrætur, saxaðar gróft 1 lítri kjúklinga- eða grænmetissoð 1 lítil dós kókosmjólk (165 ml) (má sleppa) salt og grófmalaður pipar ferskt kóríander (ef vill) límónusafi ( ef vill) Hitið ólífuolíuna í potti við miðlungshita og mýkjið lauk, hvítlauk og engifer í henni í nokkrar mínútur. Kryddið með karríi. Bætið síðan soðinu útí og gulrótunum og látið malla við vægan hita í um 25 mínútur. Setjið síðan súpuna í matvinnsluvél eða notið töfrasprota beint í pottinn og maukið þar til verður að nokkuð sléttri og fallegri súpu. Bætið þá kókosmjólkinni saman við en við það að hafa hana í uppskriftinni verður súpan silkimjúk og kremkenndari og yndislegur kókoskeimur kitlar einnig bragðlaukana. Gott er að strá ferskum kóríanderlaufum og dreifa nokkrum dropum af límónusafa yfir hverja skál þegar súpan er borin fram. Gulrófusnakk og franskarGulrófur sneiddar í örþunnar sneiðar, eins og flögur eða í ílanga þykkari bita eins og franskar. Þerrið aðeins mesta vökvann úr rófunum með eldhúspappír, þannig verða þær stökkari. Veltið upp úr smá ólífuolíu, salti og jafnvel smátt skornum hvítlauk, eða uppáhaldskryddinu ykkar. Bakið á ofnplötu sem þakin hefur verið bökunarpappír í 30-40 mínútur við 180 gráður. Gott er að velta þeim (snúa við) amk. einu sinni á meðan á elduninni stendur.GrænkálssnakkGrænkálsblöðin skorin í hæfilega bita. Smá ólífuolíu dreift yfir ásamt grófu salti. Bakað í um 10 mínútur við 180 gráður, en fylgist vel með síðustu mínúturnar og passið að taka úr ofninum áður en kálið fer að brúnast. Þá er það ofbakað og kemur allt annað bragð af því. Sjávarréttir Súpur Uppskriftir Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Matarinnslag úr Íslandi í dag þar sem Rósa Guðbjartsdóttir eldar ómótstæðilegar haustkræsingar á sinn einstaka hátt. Kíkið síðan á uppskriftirnar og spreytið ykkur sjálf. Brokkolísúpa með ostif. fjóra 1 msk. ólífuolía 1 laukur eða 2-3 vorlaukar, smátt skornir 3-4 hvítlauksrif, marin 400 g brokkolí (spergilkál), skorið í bita, stilkarnir notaðir líka 0,8-1 líter kjúklingasoð 2 handfylli spínat (má sleppa) salt og grófmalaður pipar 1-2 dl ostur, helst cheddar, en má nota fleiri tegundir og t.d. gráðost Mýkið laukinn og hvítlaukinn í ólífuolíunni í potti við miðlungshita. Bætið síðan brokkolí út í og veltið saman í pottinum í 2-3 mínútur. Setjið síðan kjúklingasoðið saman við, ásamt spínatinu og kryddið að smekk. Látið suðuna rétt koma upp. Slökkvið síðan undir pottinum og maukið grænmetið með töfrasprota eða í blandara. Farið varlega svo þið brennið ykkur ekki á sjóðandi heitri súpunni. Þegar súpan er orðin hæfilega slétt og þykk þá er ostinum hrært saman við, - passið að súpan sé ekki á heitri hellu þegar ostinum er hrært út í, því hann má alls ekki sjóða. Gott að strá smá osti yfir þegar súpan er borin fram. Stundum sleppi ég spínatinu, set smá klettasalat í staðinn, og/ eða nota ferskar kryddjurtir saman við; þá helst steinselju en einnig ferska myntu. Þá kemur mjög góður eftirkeimur. Laxaréttur (forréttur/smáréttur)f. 2-4150 g hrár lax, skorinn í bita4 msk. sítrónusafi2 msk. sesamolía1 msk. sólblómaolía ( eða önnur bragðlítil olía)c.a. 2 msk. af ristuðum sesamfræjum og grófu salti blandað saman viðfersku kóríander og niðurklipptu þangi eða sölum stráð yfir (má sleppa) Hrærið sesamolíu, sítrónusafa og sólblómaolíu saman í lítilli skál. Ristið sesamfræin örskamma stund á heitri pönnu og látið kólna (ég notaði blöndu af hvítum og svörtum sesamfræjum, en má nota hvora tegundina sem er). Steytið síðan sesamfræ og gróft salt saman, helst í mortéli. (hlutföllin eiga að vera: 5 msk. sesamfræ á móti 1 msk. gróft salt) Setjið niðurskorna laxinn í skál og blandið sítrónusafa- og olíuhrærunni saman við ásamt sesamfræjunum og saltinu. Látið standa í ísskáp í 10 mínútur áður en borið fram. Ef laxinn er hafður lengur í sítrónusafablöndunnni þá ,,eldast'' hann eða tekur sig meira af sítrónusafanum og það er að flestra mati síðra. Það er best að hafa fiskinn hráan og aðeins létt marineraðan. Gott er að bera fram með ristuðu brauði og/eða fersku salati, en rétturinn stendur líka alveg fyrir sínu án alls meðlætis. Gulrótarsúpaf. 4-6 2 msk. ólífuolía 1 laukur, smátt saxaður 1 tsk. karrí 4 hvítlauksrif, marin 3-5 cm fersk engiferrót, smátt söxuð 500-600 g gulrætur, saxaðar gróft 1 lítri kjúklinga- eða grænmetissoð 1 lítil dós kókosmjólk (165 ml) (má sleppa) salt og grófmalaður pipar ferskt kóríander (ef vill) límónusafi ( ef vill) Hitið ólífuolíuna í potti við miðlungshita og mýkjið lauk, hvítlauk og engifer í henni í nokkrar mínútur. Kryddið með karríi. Bætið síðan soðinu útí og gulrótunum og látið malla við vægan hita í um 25 mínútur. Setjið síðan súpuna í matvinnsluvél eða notið töfrasprota beint í pottinn og maukið þar til verður að nokkuð sléttri og fallegri súpu. Bætið þá kókosmjólkinni saman við en við það að hafa hana í uppskriftinni verður súpan silkimjúk og kremkenndari og yndislegur kókoskeimur kitlar einnig bragðlaukana. Gott er að strá ferskum kóríanderlaufum og dreifa nokkrum dropum af límónusafa yfir hverja skál þegar súpan er borin fram. Gulrófusnakk og franskarGulrófur sneiddar í örþunnar sneiðar, eins og flögur eða í ílanga þykkari bita eins og franskar. Þerrið aðeins mesta vökvann úr rófunum með eldhúspappír, þannig verða þær stökkari. Veltið upp úr smá ólífuolíu, salti og jafnvel smátt skornum hvítlauk, eða uppáhaldskryddinu ykkar. Bakið á ofnplötu sem þakin hefur verið bökunarpappír í 30-40 mínútur við 180 gráður. Gott er að velta þeim (snúa við) amk. einu sinni á meðan á elduninni stendur.GrænkálssnakkGrænkálsblöðin skorin í hæfilega bita. Smá ólífuolíu dreift yfir ásamt grófu salti. Bakað í um 10 mínútur við 180 gráður, en fylgist vel með síðustu mínúturnar og passið að taka úr ofninum áður en kálið fer að brúnast. Þá er það ofbakað og kemur allt annað bragð af því.
Sjávarréttir Súpur Uppskriftir Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira