Tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, hefur lokið vinnslu að nýrri plötu. Platan er nú í framleiðslu og kemur því líklegast út síðar í þessum mánuði. Til þess að hita upp fyrir Airwaves-vikuna og fagna þessum áfanga í lífi sínu ætlar Lay Low að mæta í útvarpsþáttinn Vasadiskó á sunnudaginn og frumflytja nokkur lög af plötunni.
Nú þegar hefur lagið Brostinn strengur ratað inn á netið og útvarpsstöðvarnar og gefur góð fyrirheit um nýjan stíl. Athygli vekur að Lovísa syngur nú á íslensku.
Lay Low mætir í liðinn Selebb shuffle og tekur því með sér mp3 spilarann sinn, er þáttastjórnandi kýs að kalla vasadiskó, og setur á shuffle. Aðdáendur hennar fá því að skyggnast inn í hvers konar tónlist hún hlustar á í einrúmi.
Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Þangað inn fara allir playlistar auk þess sem reglulega birtast þar fréttir og tónlistarmyndbönd af áhugaverðu nýju efni.
Lay Low frumflytur ný lög í Vasadiskó
