Þrír leikmenn Liverpool eru í byrjunarliði Stuart Pearce fyrir leik 21 árs landsliða Íslands og Englands á Laugardalsvellinum. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Liverpool-leikmennirnir eru bakverðirnir Jon Flanagan og Martin Kelly og miðjumaðurinn Jordan Henderson sem kom til Liverpool í sumar frá Sunderland. Henderson er fyrirliði enska liðsins í dag.
Arsenal á Alex Oxlade-Chamberlain og Henri Lansbury (í láni hjá West Ham í byrjunarliðinu og þar eru líka Everton-maðurinn Jack Rodwell, WBA-leikmaðurinn Craig Dawson, Fulham-maðurinn Martthew Briggs og Aston Villa maðurinn Nathan Delfouneso.
