Vettel og Webber vilja létta japönskum áhorfendum lífið 3. október 2011 20:00 Sebastian Vettel og Mark Webber keppa með Red Bull liðinu í Japan um næstu helgi. AP MYND: Eugene Hoshiko Formúlu 1 meistarinn Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull liðinu keppa í japanska Formúlu 1 kappakstrinum um næstu helgi og vonast eftir góðu móti, sem létt getur japönskum áhorfendum lífið. Japanska þjóðin hefur gengið i gegnum erfiðleika vegna náttúruhamfaranna sem voru í mars og Formúlu 1 ökumenn hafa sýnt þeim samhug í verki vegna þess. Vettel getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn ökumanna í mótinu um næstu helgi. Honum nægir eitt stig til að verða meistari og eini keppinautur hans um titilinn er Jenson Button hjá McLaren. Button verður að vinna öll mót sem eftir eru og Vettel má ekki fá stig í þeim fimm mótum sem eftir eru, eigi Button að geta orðið meistari í ár. „Suzuka er ein af uppáhaldsbrautunum mínum og hún hefði ekki getað verið betur smíðað mannvirki. Fyrsti hlutinn að Degner beygjunni er stórbrotnasti og mest krefjandi kaflinn (á braut) á öllu keppnistímabilinu. Ég er ekki sá eini sem elskar þessa braut og bíllinn elskar hana líka", sagði Vettel m.a. um mótið um næstu helgi í fréttatilkynningu frá Red Bull. „Japanskir áhorfendur eru sérstakir. Ég get ekki ímyndað mér hvað þeir hafa þurft að ganga í gegnum að undanförnu. Þeir eru sérlega þolinmóðir, alltaf kurteisir, vingjarnlegir og þolgóðir. Ég vona að við getum fært þeim góða skemmtun", sagði Vettel. Webber er í fjórða sæti í stigamóti ökumanna, á eftir Vettel, Button og Fernando Alonso hjá Ferrari. Webber segir japanska áhorfendur hafa yndi af Formúlu 1. „Eftir harmleikinn í Japan fyrr á árinu, þá er gott að vera hluti af einhverju sem fólk getur vonandi hlakkað til. Japanskir áhorfendur virðast elska Formúlu 1 og Suzuka brautin er ein sú besta í heimi", sagði Webber. „Samsetning beygjanna er stórfengleg og fyrsta tímatökusvæðið er mjög hratt. Brautin er nokkuð mjó og maður verður því að vera mjög, mjög nákvæmur. Það er mikilvægt að halda takti og maður verður að keyra á ystu nöf í öllum beygjum. Sumum svæðum verður að ná fullkomlega. Þetta er góð áskorun fyrir ökumenn og ég hlakka til", sagði Webber. Formúla Íþróttir Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Sjá meira
Formúlu 1 meistarinn Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull liðinu keppa í japanska Formúlu 1 kappakstrinum um næstu helgi og vonast eftir góðu móti, sem létt getur japönskum áhorfendum lífið. Japanska þjóðin hefur gengið i gegnum erfiðleika vegna náttúruhamfaranna sem voru í mars og Formúlu 1 ökumenn hafa sýnt þeim samhug í verki vegna þess. Vettel getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn ökumanna í mótinu um næstu helgi. Honum nægir eitt stig til að verða meistari og eini keppinautur hans um titilinn er Jenson Button hjá McLaren. Button verður að vinna öll mót sem eftir eru og Vettel má ekki fá stig í þeim fimm mótum sem eftir eru, eigi Button að geta orðið meistari í ár. „Suzuka er ein af uppáhaldsbrautunum mínum og hún hefði ekki getað verið betur smíðað mannvirki. Fyrsti hlutinn að Degner beygjunni er stórbrotnasti og mest krefjandi kaflinn (á braut) á öllu keppnistímabilinu. Ég er ekki sá eini sem elskar þessa braut og bíllinn elskar hana líka", sagði Vettel m.a. um mótið um næstu helgi í fréttatilkynningu frá Red Bull. „Japanskir áhorfendur eru sérstakir. Ég get ekki ímyndað mér hvað þeir hafa þurft að ganga í gegnum að undanförnu. Þeir eru sérlega þolinmóðir, alltaf kurteisir, vingjarnlegir og þolgóðir. Ég vona að við getum fært þeim góða skemmtun", sagði Vettel. Webber er í fjórða sæti í stigamóti ökumanna, á eftir Vettel, Button og Fernando Alonso hjá Ferrari. Webber segir japanska áhorfendur hafa yndi af Formúlu 1. „Eftir harmleikinn í Japan fyrr á árinu, þá er gott að vera hluti af einhverju sem fólk getur vonandi hlakkað til. Japanskir áhorfendur virðast elska Formúlu 1 og Suzuka brautin er ein sú besta í heimi", sagði Webber. „Samsetning beygjanna er stórfengleg og fyrsta tímatökusvæðið er mjög hratt. Brautin er nokkuð mjó og maður verður því að vera mjög, mjög nákvæmur. Það er mikilvægt að halda takti og maður verður að keyra á ystu nöf í öllum beygjum. Sumum svæðum verður að ná fullkomlega. Þetta er góð áskorun fyrir ökumenn og ég hlakka til", sagði Webber.
Formúla Íþróttir Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Sjá meira