Vettel og Webber vilja létta japönskum áhorfendum lífið 3. október 2011 20:00 Sebastian Vettel og Mark Webber keppa með Red Bull liðinu í Japan um næstu helgi. AP MYND: Eugene Hoshiko Formúlu 1 meistarinn Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull liðinu keppa í japanska Formúlu 1 kappakstrinum um næstu helgi og vonast eftir góðu móti, sem létt getur japönskum áhorfendum lífið. Japanska þjóðin hefur gengið i gegnum erfiðleika vegna náttúruhamfaranna sem voru í mars og Formúlu 1 ökumenn hafa sýnt þeim samhug í verki vegna þess. Vettel getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn ökumanna í mótinu um næstu helgi. Honum nægir eitt stig til að verða meistari og eini keppinautur hans um titilinn er Jenson Button hjá McLaren. Button verður að vinna öll mót sem eftir eru og Vettel má ekki fá stig í þeim fimm mótum sem eftir eru, eigi Button að geta orðið meistari í ár. „Suzuka er ein af uppáhaldsbrautunum mínum og hún hefði ekki getað verið betur smíðað mannvirki. Fyrsti hlutinn að Degner beygjunni er stórbrotnasti og mest krefjandi kaflinn (á braut) á öllu keppnistímabilinu. Ég er ekki sá eini sem elskar þessa braut og bíllinn elskar hana líka", sagði Vettel m.a. um mótið um næstu helgi í fréttatilkynningu frá Red Bull. „Japanskir áhorfendur eru sérstakir. Ég get ekki ímyndað mér hvað þeir hafa þurft að ganga í gegnum að undanförnu. Þeir eru sérlega þolinmóðir, alltaf kurteisir, vingjarnlegir og þolgóðir. Ég vona að við getum fært þeim góða skemmtun", sagði Vettel. Webber er í fjórða sæti í stigamóti ökumanna, á eftir Vettel, Button og Fernando Alonso hjá Ferrari. Webber segir japanska áhorfendur hafa yndi af Formúlu 1. „Eftir harmleikinn í Japan fyrr á árinu, þá er gott að vera hluti af einhverju sem fólk getur vonandi hlakkað til. Japanskir áhorfendur virðast elska Formúlu 1 og Suzuka brautin er ein sú besta í heimi", sagði Webber. „Samsetning beygjanna er stórfengleg og fyrsta tímatökusvæðið er mjög hratt. Brautin er nokkuð mjó og maður verður því að vera mjög, mjög nákvæmur. Það er mikilvægt að halda takti og maður verður að keyra á ystu nöf í öllum beygjum. Sumum svæðum verður að ná fullkomlega. Þetta er góð áskorun fyrir ökumenn og ég hlakka til", sagði Webber. Formúla Íþróttir Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Formúlu 1 meistarinn Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull liðinu keppa í japanska Formúlu 1 kappakstrinum um næstu helgi og vonast eftir góðu móti, sem létt getur japönskum áhorfendum lífið. Japanska þjóðin hefur gengið i gegnum erfiðleika vegna náttúruhamfaranna sem voru í mars og Formúlu 1 ökumenn hafa sýnt þeim samhug í verki vegna þess. Vettel getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn ökumanna í mótinu um næstu helgi. Honum nægir eitt stig til að verða meistari og eini keppinautur hans um titilinn er Jenson Button hjá McLaren. Button verður að vinna öll mót sem eftir eru og Vettel má ekki fá stig í þeim fimm mótum sem eftir eru, eigi Button að geta orðið meistari í ár. „Suzuka er ein af uppáhaldsbrautunum mínum og hún hefði ekki getað verið betur smíðað mannvirki. Fyrsti hlutinn að Degner beygjunni er stórbrotnasti og mest krefjandi kaflinn (á braut) á öllu keppnistímabilinu. Ég er ekki sá eini sem elskar þessa braut og bíllinn elskar hana líka", sagði Vettel m.a. um mótið um næstu helgi í fréttatilkynningu frá Red Bull. „Japanskir áhorfendur eru sérstakir. Ég get ekki ímyndað mér hvað þeir hafa þurft að ganga í gegnum að undanförnu. Þeir eru sérlega þolinmóðir, alltaf kurteisir, vingjarnlegir og þolgóðir. Ég vona að við getum fært þeim góða skemmtun", sagði Vettel. Webber er í fjórða sæti í stigamóti ökumanna, á eftir Vettel, Button og Fernando Alonso hjá Ferrari. Webber segir japanska áhorfendur hafa yndi af Formúlu 1. „Eftir harmleikinn í Japan fyrr á árinu, þá er gott að vera hluti af einhverju sem fólk getur vonandi hlakkað til. Japanskir áhorfendur virðast elska Formúlu 1 og Suzuka brautin er ein sú besta í heimi", sagði Webber. „Samsetning beygjanna er stórfengleg og fyrsta tímatökusvæðið er mjög hratt. Brautin er nokkuð mjó og maður verður því að vera mjög, mjög nákvæmur. Það er mikilvægt að halda takti og maður verður að keyra á ystu nöf í öllum beygjum. Sumum svæðum verður að ná fullkomlega. Þetta er góð áskorun fyrir ökumenn og ég hlakka til", sagði Webber.
Formúla Íþróttir Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira