Ólafur: Við erum ekki eins góðir í fótbolta og menn halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2011 19:45 Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, segir það ekki vera skref niður á við að taka við 1. deildarliði Hauka en Ólafur skrifaði undir þriggja ára samning við Haukana í dag. Ólafur segir að starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta sé eitt það erfiðasta sem er í boði en hann svaraði gagnrýni á sig fullum hálsi í viðtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Nei ég held nú ekki að þetta sé skref niður á við en þetta er öðruvísi starf en að þjálfa landsliðið. Það hefur verið unnið fínt starf hér í Haukum og ég er mjög spenntur að koma hingað," sagði Ólafur. „Við höfum sett okkur það markmið að vera með samkeppnishæft lið sem getur barist um tvö efstu sætin í deildinni á næsta ári. Það er markmiðið," sagði Ólafur sem gerði þriggja ára samning við Haukana. „Þetta er kannski lengri samningur en ég hef gert áður en í honum stendur að hann sé uppsegjanlegur á hverju ári og þar með skiptir engu máli þótt að hann sé til tíu ára," sagði Ólafur í léttum tón. „Við erum að taka stöðuna á leikmannahópnum en það er eins og gengur og gerist á þessum tíma. Þetta er einhver leiðinlegasti tíminn fyrir þjálfara þegar því það þarf að vera að tala við leikmenn og hræra í þeim. Leikmannahópurinn lítur ágætlega út og við munum styrkja okkur eitthvað ef þess er kostur," sagði Ólafur en Guðjón spurði hann síðan út í íslenska landsliðið. „Ég sakna þess ekki neitt að þjálfa íslenska landsliðið," sagði Ólafur en hvernig lýst honum á nýja landsliðsþjálfarann, Lars Lagerbäck. „Áhugi blaðamanna fyrir íslenska landsliðinu hefur ekki verið neinn. Ég hef því ekki verið spurður að neinu fyrr en núna. Ég er búinn að segja það áður að mér finnst að íslenskur þjálfari eigi að þjálfa íslenska landsliðið. Fyrst að það var leitað til útlanda þá lýst mér ljómandi vel á þennan mann," sagði Ólafur. „Ég veit að þetta landslið er á uppleið og það verður örugglega betra á komandi árum en það var hjá mér. Hluti af mínu starfi var að búa þetta lið til og það verður bara betra," sagði Ólafur en er þetta léttari riðill en Ísland var í undir hans stjórn „Það eitt veit ég að Ísland kemur aldrei til með að lenda í léttum riðli," sagði Ólafur. Ólafur var gagnrýndur mikið þegar hann var með landsliðið en var gagnrýnin of harkaleg. „Nei, gagnrýnin var ekki svo harkaleg en ég er nú vanur ýmsu. Hún var hundleiðinleg stundum en það var nú bara eins og það er. Hún átti stundum rétt á sér en stundum ekki," sagði Ólafur. „Gagnrýnin fór ekki í taugarnar á mér því þá hefði ég hætt mikið fyrr. Ég held að það sé eitt erfiðasta starf næstum því á Íslandi að vera landsliðsþjálfari. Það er mjög erfitt," sagði Ólafur. „Forystan stóð mér allan tímann þannig að það voru aldrei nein vandamál þar. Málið var bara þannig og er bara þannig í íþróttum að þegar hlutirnir ganga ekki upp þá er þjálfarinn gagnrýndur. Þannig var það líka með landsliðið en ég held að kröfur almennings til íslenska landsliðsins séu óraunhæfar, því miður," sagði Ólafur. „Við erum ekki eins góðir og menn halda. Við erum ekki betri en Danir, við erum ekki betri en Hollendingar, við erum ekki betri en Norðmenn og ég get talið mörg lönd upp. Þetta eru lönd sem við vorum að spila með í riðli og við spiluðum yfirleitt alltaf við erfiðari mótherja. Ég held að fólk sem liti raunhæft á málið skilji þetta en hinir ekki," sagði Ólafur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, segir það ekki vera skref niður á við að taka við 1. deildarliði Hauka en Ólafur skrifaði undir þriggja ára samning við Haukana í dag. Ólafur segir að starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta sé eitt það erfiðasta sem er í boði en hann svaraði gagnrýni á sig fullum hálsi í viðtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Nei ég held nú ekki að þetta sé skref niður á við en þetta er öðruvísi starf en að þjálfa landsliðið. Það hefur verið unnið fínt starf hér í Haukum og ég er mjög spenntur að koma hingað," sagði Ólafur. „Við höfum sett okkur það markmið að vera með samkeppnishæft lið sem getur barist um tvö efstu sætin í deildinni á næsta ári. Það er markmiðið," sagði Ólafur sem gerði þriggja ára samning við Haukana. „Þetta er kannski lengri samningur en ég hef gert áður en í honum stendur að hann sé uppsegjanlegur á hverju ári og þar með skiptir engu máli þótt að hann sé til tíu ára," sagði Ólafur í léttum tón. „Við erum að taka stöðuna á leikmannahópnum en það er eins og gengur og gerist á þessum tíma. Þetta er einhver leiðinlegasti tíminn fyrir þjálfara þegar því það þarf að vera að tala við leikmenn og hræra í þeim. Leikmannahópurinn lítur ágætlega út og við munum styrkja okkur eitthvað ef þess er kostur," sagði Ólafur en Guðjón spurði hann síðan út í íslenska landsliðið. „Ég sakna þess ekki neitt að þjálfa íslenska landsliðið," sagði Ólafur en hvernig lýst honum á nýja landsliðsþjálfarann, Lars Lagerbäck. „Áhugi blaðamanna fyrir íslenska landsliðinu hefur ekki verið neinn. Ég hef því ekki verið spurður að neinu fyrr en núna. Ég er búinn að segja það áður að mér finnst að íslenskur þjálfari eigi að þjálfa íslenska landsliðið. Fyrst að það var leitað til útlanda þá lýst mér ljómandi vel á þennan mann," sagði Ólafur. „Ég veit að þetta landslið er á uppleið og það verður örugglega betra á komandi árum en það var hjá mér. Hluti af mínu starfi var að búa þetta lið til og það verður bara betra," sagði Ólafur en er þetta léttari riðill en Ísland var í undir hans stjórn „Það eitt veit ég að Ísland kemur aldrei til með að lenda í léttum riðli," sagði Ólafur. Ólafur var gagnrýndur mikið þegar hann var með landsliðið en var gagnrýnin of harkaleg. „Nei, gagnrýnin var ekki svo harkaleg en ég er nú vanur ýmsu. Hún var hundleiðinleg stundum en það var nú bara eins og það er. Hún átti stundum rétt á sér en stundum ekki," sagði Ólafur. „Gagnrýnin fór ekki í taugarnar á mér því þá hefði ég hætt mikið fyrr. Ég held að það sé eitt erfiðasta starf næstum því á Íslandi að vera landsliðsþjálfari. Það er mjög erfitt," sagði Ólafur. „Forystan stóð mér allan tímann þannig að það voru aldrei nein vandamál þar. Málið var bara þannig og er bara þannig í íþróttum að þegar hlutirnir ganga ekki upp þá er þjálfarinn gagnrýndur. Þannig var það líka með landsliðið en ég held að kröfur almennings til íslenska landsliðsins séu óraunhæfar, því miður," sagði Ólafur. „Við erum ekki eins góðir og menn halda. Við erum ekki betri en Danir, við erum ekki betri en Hollendingar, við erum ekki betri en Norðmenn og ég get talið mörg lönd upp. Þetta eru lönd sem við vorum að spila með í riðli og við spiluðum yfirleitt alltaf við erfiðari mótherja. Ég held að fólk sem liti raunhæft á málið skilji þetta en hinir ekki," sagði Ólafur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira