Eyjapeyjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði annað marka sænska liðsins Norrköping í dag sem vann góðan sigur.
Norrköping lagði Elfsborg, 2-1, og Gunnar Heiðar skoraði seinna mark Norrköping á 36. mínútu.
Norrköping er eftir sigurinn sex stigum frá fallsæti.
