Umfjöllun: Afturelding vann botnslaginn á Nesinu Stefán Árni Pálsson á Seltjarnarnesi skrifar 16. október 2011 17:33 Grótta tapaði í dag. mynd/valli Afturelding sigraði í dag sinn fyrsta leik í N1-deild karla þegar þeir unnu Gróttu, 26-25, á Seltjarnarnesinu í hörkuleik sem var spennandi alveg fram á síðustu sekúndu. Afturelding hafði ákveðið frumkvæði nánast allan leikinn en Gróttumenn gáfust aldrei upp. Það mátti búast við hörkuleik á Seltjarnarnesinu í dag en þessi félög verða líklega í botnbaráttunni í vetur og því var þetta sannkallaður fjögra stiga leikur. Fyrri byrjaði heldur rólega og menn voru ískaldir. Leikmenn gerðu hvern tæknifeilinn á fætur öðrum og ekki fallegur handbolti sem sást á upphafsmínútunum. Afturelding var með frumkvæðið til að byrja með og komst í 6-3 þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum, ekki mikið skorar til að byrja með. Gróttumenn fóru í gang á næstu mínútum og skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 7-6 fyrir heimamenn. Afturelding tók þá leikhlé og komu í kjölfarið virkilega sterkir til baka. Gestirnir skoruðu fimm mörk í röð og allt í einu var staðan 12-8 fyrir Aftureldingu. Staðan var 13-9 í hálfleik eftir heldur daprar 30 mínútur. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn vel og náðu fljótlega að minnka muninn í eitt mark þegar staðan var 15-14 fyrir Aftureldingu, en gestirnir tóku þá strax leikhlé eftir aðeins sjö mínútna leik í síðari hálfleik. Grótta vann boltann strax eftir leikhléið og jafnaði metinn, skelfilegur kafli hjá Aftureldingu. En eins og saga leiksins þá komu Aftureldingarmenn til baka og skoruðu fjögur mörk í röð og staðan orðin 19-15 fyrir gestina. Afturelding hafði frumkvæði út leikinn en Gróttumenn reyndu hvað þeir gátu að jafna metinn. Leiknum lauk með sigri gestanna 26-25, en Grótta fékk aukakast á miðjum vellinum þegar leiktíminn var úti en skotið fór langt yfir. Fyrsti sigur Aftureldingar í höfn á mótinu og fín kveðjugjöf frá Gunnari Andréssyni sem lætur af störfum eftir leikinn. Afturelding er því með tvö stig í deildinni en Grótta er á botninum með aðeins eitt.Grótta - Afturelding 25-26 (9-13) Mörk Gróttu (skot): Benedikt Reynir Kristinsson 6 (11/1), Árni Benedikt Árnason 6 (13), Friðgeir Elí Jónasson 4/2 (6/2), Þorgrímur Smári Ólafsson 3 (11/1), Kristján Orri Jóhannsson 2 (2), Jóhann Gísli Jóhannsson 1 (3/1), Þorgrímur Þórarinsson 1(3), Ágúst Birgisson 1 (1), Hjálmar Þór Arnarsson 1 (2).Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 8/1 (21/2 , 38%.),Magnús Sigmundsson 7 (20/2, 35%.).Hraðaupphlaup: 2 (Benedikt)Fiskuð víti: 4 (Þorgrímur Smári 3, Hjálmar Þór).Utan vallar: 8 mínMörk Aftureldingar (skot): Sverrir Hermannsson 7 (12), Hilmar Stefánsson 6/3 (9/4), Jón Andri Helgason 5 (6), Daníel Jónsson 4 (5), Þrándur Gíslason 2 (5), Helgi Héðinsson 1 (2), Einar Héðinsson 1 (1), Böðvar Páll Ásgeirsson 0 (3).Varin skot: Hafþór Einarsson 20/3 (45/5, 44%).Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Jón Andri 3, Þrándur, Sverrir og Daníel).Fiskuð víti: 6 (Jón Andri 2, Hilmar, Þrándur, Helgi og Sverrir).Utan vallar: 12 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Sjá meira
Afturelding sigraði í dag sinn fyrsta leik í N1-deild karla þegar þeir unnu Gróttu, 26-25, á Seltjarnarnesinu í hörkuleik sem var spennandi alveg fram á síðustu sekúndu. Afturelding hafði ákveðið frumkvæði nánast allan leikinn en Gróttumenn gáfust aldrei upp. Það mátti búast við hörkuleik á Seltjarnarnesinu í dag en þessi félög verða líklega í botnbaráttunni í vetur og því var þetta sannkallaður fjögra stiga leikur. Fyrri byrjaði heldur rólega og menn voru ískaldir. Leikmenn gerðu hvern tæknifeilinn á fætur öðrum og ekki fallegur handbolti sem sást á upphafsmínútunum. Afturelding var með frumkvæðið til að byrja með og komst í 6-3 þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum, ekki mikið skorar til að byrja með. Gróttumenn fóru í gang á næstu mínútum og skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 7-6 fyrir heimamenn. Afturelding tók þá leikhlé og komu í kjölfarið virkilega sterkir til baka. Gestirnir skoruðu fimm mörk í röð og allt í einu var staðan 12-8 fyrir Aftureldingu. Staðan var 13-9 í hálfleik eftir heldur daprar 30 mínútur. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn vel og náðu fljótlega að minnka muninn í eitt mark þegar staðan var 15-14 fyrir Aftureldingu, en gestirnir tóku þá strax leikhlé eftir aðeins sjö mínútna leik í síðari hálfleik. Grótta vann boltann strax eftir leikhléið og jafnaði metinn, skelfilegur kafli hjá Aftureldingu. En eins og saga leiksins þá komu Aftureldingarmenn til baka og skoruðu fjögur mörk í röð og staðan orðin 19-15 fyrir gestina. Afturelding hafði frumkvæði út leikinn en Gróttumenn reyndu hvað þeir gátu að jafna metinn. Leiknum lauk með sigri gestanna 26-25, en Grótta fékk aukakast á miðjum vellinum þegar leiktíminn var úti en skotið fór langt yfir. Fyrsti sigur Aftureldingar í höfn á mótinu og fín kveðjugjöf frá Gunnari Andréssyni sem lætur af störfum eftir leikinn. Afturelding er því með tvö stig í deildinni en Grótta er á botninum með aðeins eitt.Grótta - Afturelding 25-26 (9-13) Mörk Gróttu (skot): Benedikt Reynir Kristinsson 6 (11/1), Árni Benedikt Árnason 6 (13), Friðgeir Elí Jónasson 4/2 (6/2), Þorgrímur Smári Ólafsson 3 (11/1), Kristján Orri Jóhannsson 2 (2), Jóhann Gísli Jóhannsson 1 (3/1), Þorgrímur Þórarinsson 1(3), Ágúst Birgisson 1 (1), Hjálmar Þór Arnarsson 1 (2).Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 8/1 (21/2 , 38%.),Magnús Sigmundsson 7 (20/2, 35%.).Hraðaupphlaup: 2 (Benedikt)Fiskuð víti: 4 (Þorgrímur Smári 3, Hjálmar Þór).Utan vallar: 8 mínMörk Aftureldingar (skot): Sverrir Hermannsson 7 (12), Hilmar Stefánsson 6/3 (9/4), Jón Andri Helgason 5 (6), Daníel Jónsson 4 (5), Þrándur Gíslason 2 (5), Helgi Héðinsson 1 (2), Einar Héðinsson 1 (1), Böðvar Páll Ásgeirsson 0 (3).Varin skot: Hafþór Einarsson 20/3 (45/5, 44%).Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Jón Andri 3, Þrándur, Sverrir og Daníel).Fiskuð víti: 6 (Jón Andri 2, Hilmar, Þrándur, Helgi og Sverrir).Utan vallar: 12 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Sjá meira