„Þetta er spennandi verkefni. Starfið hefur verið gott hjá félaginu og mannvirkin hér eru til vitnis um að hér hafi menn byggt upp félag af þrautseigju og dugnaði. Menn hér eru metnaðarfullir og hafa stóra drauma,“ sagði Willum Þór Þórsson sem ráðinn var þjálfari Leiknis fyrr í dag.
Það vekur óneitanlega athygli að Willum sé farinn til félags sem rétt hélt sæti sínu í 1. deild eftir að hafa þjálfað bestu lið landsins og unnið Íslandsmeistaratitla síðustu ár.
„Vissulega er úrvalsdeildin stærri og meiri spenna. Ytri kröfur meiri sem og athyglin. Kannski á ég eftir að sakna þess. Á móti kemur eru kostir hér. Vinnan er samt alltaf sú sama. Ég er metnaðarfullur þjálfari með sterka fagvitund. Ég hef ástríðu fyrir starfinu og fótboltanum. Meðan svo er vil ég vinna með góðu fólki. Þetta er það verkefni sem mér stóð til boða. Þeir sem vildu fá mig sóttu það fast og mér líkaði þeirra hugarfar.“
Nánar verður rætt við Willum í Fréttablaðinu á morgun.
Willum: Menn hafa stóra drauma í Breiðholtinu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn