Forráðamenn Dortmund segja það ekki koma til greina að selja ungstirnið sitt Mario Götze til Real Madrid. Forráðamenn félagsins segja að Götze verði áfram í Dortmund næstu árin.
Madrid hefur verið Götze undir smásjánni í nokkurn tíma. Fleiri félög hafa áhuga enda Götze einn besti ungi leikmaðurinn í Evrópu. Strákurinn er aðeins 19 ára.
"Til að byrja með þá hefur ekki komið neitt tilboð frá Real Madrid. Þess utan er Mario ekki til sölu. Þess vegna gengur það ekki upp að hann fari til Madrid," sagði Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Dortmund.
"Mario er samningsbundinn til 2014. Auðvitað eru allir til sölu fyrir rétta upphæð en hann verður hér næstu árin."
Götze er ekki til sölu

Mest lesið



Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti





Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti

Víðir og Reynir ekki í eina sæng
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
