Kristianstad, lið Elísarbetar Gunnarsdóttur, tapaði 2-3 á móti Kopparbergs/Göteborg á útivelli í sænska kvennafótboltanum í kvöld. Sif Atladóttir var rekin útaf tuttugu mínútum fyrir leikslok.
Þetta var þriðja tap Kristianstad í röð en liðið er í sjöunda sæti. Kopparbergs/Göteborg komst hinsvegar á topp deildarinnar með þessum sigri en liðið er með tveggja stiga forskot á LdB FC Malmö sem á leik inni á morgun.
Kristianstad komst 2-1 yfir í leiknum en Kopparbergs/Göteborg jafnaði og tryggði sér síðan sigurinn fjórum mínútum fyrir leikslok. Sif fékk tvö gul spjöld í seinni hálfleik og það seinna fór á loft á 70. mínútu en staðan var þá 2-2.
Margrét Lára Viðarsdóttir, Erla Steina Arnardóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir spiluðu allan leikinn hjá Kristianstad. Margrét Lára lagði upp fyrsta markið fyrir fyrirliðann Susanne Moberg.
Þriðja tapið í röð hjá Kristianstad - Sif fékk rautt
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Bradley Beal til Clippers
Körfubolti

Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu
Fótbolti

Arnar Grétarsson tekinn við Fylki
Fótbolti





Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana
Körfubolti