Horner: Árið hefur verið magnað 10. október 2011 19:00 Sebastian Vettel, Chrstian Horner og Adrian Newey heimsóttu höfuðstöðvar Nissan bílaframleiðandans í Japan, daginn eftir að Vettel tryggði sér meistaratitil ökumanna. AP MYND: Shizuo Kambayashi Christian Horner, yfirmaður Formúlu 1 liðs Red Bull, segir að markmið liðsins sé að tryggja liðinu meistaratitil bílsmiða í framhaldinu af því að Sebastian Vettel ökumaður liðsins tryggði sér titil ökumanna í gær. Yngstur allra til að vinna tvo meistaratitla í röð, eftir að hafa orðið yngsti meistari sögunnar í fyrra. Vettel hefur unnið níu mót á árinu og hefur ellefu sinnum verið fremstur á ráslínu. Horner telur að Vettel muni leita til að gera enn betur í framtíðinni. „Það verður erfitt fyrir hann að gera betur, en hann hefur gert í ár, en ef ég þekki Sebastian rétt, þá mun hann alltaf leita leiða til að bæta sig. Það gerir hann að svona öflugum ökumanni," sagði Horner í frétt á autosport.com í dag. Red Bull er með 130 stiga forskot í stigamóti bílasmiða, þegar fjórum mótum er ólokið í Formúlu 1 á keppnistímabilinu. Horner segir það megin markmið Red Bull að tryggja liðinu þann titil. Næsta mót er í Suður Kóreu um næstu helgi. „Ég tel að meginmarkiðið núna sé að ná að vinna titil bílsmiða, en vitanlega eru nokkur met í boði, sérstaklega fyrir Sebastian. En ég er viss um að hann mun einbeita sér að því að hjálpa liðinu að vinna titil bílasmiða. En ég er viss um að hann hefur augastað, að hluta til á að jafna einhver met." „Árið hefur verið magnað, árið í fyrra var það líka og árið 2009 var frábært. Fólkið innan liðsins hefur unnið saman á einstæðan hátt. Það sýndi sig í verki um helgina hvað það er mikil ástríða innan liðsins," sagði Horner, en lið hans brást vasklega við þegar framvængur á bíl Vettel skemmdist á föstudagsæfingu. Nýr framvængur var útbúinn í bækistöð liðsins í Englandi og sendur með flugi til Japan og svo með þyrlu á mótsstað. Vængurinn var kominn þangað hálftíma fyrir tímatökuna á laugardag. Í framhaldinu náði Vettel náði besta tíma í tímatökunni. Horner segir að liðið muni leita eftir því að frammistaða liðsins verði sú sama og áður og að nálgun liðsins í mótum verði sú sama fram yfir síðasta mót ársins í Brasilíu. „Það er forgangsverkefni að Mark náð öðru sæti í stigamóti ökumanna og ljúki tímabilinu á góðum nótum. Það sem við lærum á þessu ári, verður notað í bíl næsta árs," sagði Horner og minntist á að liðið myndi nýta tækifærið í næstu mótum að prófa hluti sem gætu komið að notum á næsta ári. Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Christian Horner, yfirmaður Formúlu 1 liðs Red Bull, segir að markmið liðsins sé að tryggja liðinu meistaratitil bílsmiða í framhaldinu af því að Sebastian Vettel ökumaður liðsins tryggði sér titil ökumanna í gær. Yngstur allra til að vinna tvo meistaratitla í röð, eftir að hafa orðið yngsti meistari sögunnar í fyrra. Vettel hefur unnið níu mót á árinu og hefur ellefu sinnum verið fremstur á ráslínu. Horner telur að Vettel muni leita til að gera enn betur í framtíðinni. „Það verður erfitt fyrir hann að gera betur, en hann hefur gert í ár, en ef ég þekki Sebastian rétt, þá mun hann alltaf leita leiða til að bæta sig. Það gerir hann að svona öflugum ökumanni," sagði Horner í frétt á autosport.com í dag. Red Bull er með 130 stiga forskot í stigamóti bílasmiða, þegar fjórum mótum er ólokið í Formúlu 1 á keppnistímabilinu. Horner segir það megin markmið Red Bull að tryggja liðinu þann titil. Næsta mót er í Suður Kóreu um næstu helgi. „Ég tel að meginmarkiðið núna sé að ná að vinna titil bílsmiða, en vitanlega eru nokkur met í boði, sérstaklega fyrir Sebastian. En ég er viss um að hann mun einbeita sér að því að hjálpa liðinu að vinna titil bílasmiða. En ég er viss um að hann hefur augastað, að hluta til á að jafna einhver met." „Árið hefur verið magnað, árið í fyrra var það líka og árið 2009 var frábært. Fólkið innan liðsins hefur unnið saman á einstæðan hátt. Það sýndi sig í verki um helgina hvað það er mikil ástríða innan liðsins," sagði Horner, en lið hans brást vasklega við þegar framvængur á bíl Vettel skemmdist á föstudagsæfingu. Nýr framvængur var útbúinn í bækistöð liðsins í Englandi og sendur með flugi til Japan og svo með þyrlu á mótsstað. Vængurinn var kominn þangað hálftíma fyrir tímatökuna á laugardag. Í framhaldinu náði Vettel náði besta tíma í tímatökunni. Horner segir að liðið muni leita eftir því að frammistaða liðsins verði sú sama og áður og að nálgun liðsins í mótum verði sú sama fram yfir síðasta mót ársins í Brasilíu. „Það er forgangsverkefni að Mark náð öðru sæti í stigamóti ökumanna og ljúki tímabilinu á góðum nótum. Það sem við lærum á þessu ári, verður notað í bíl næsta árs," sagði Horner og minntist á að liðið myndi nýta tækifærið í næstu mótum að prófa hluti sem gætu komið að notum á næsta ári.
Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira