Vettel jafnaði árangur Prost og Senna í dag 29. október 2011 20:27 Mark Webber, Sebastian Vettel og Lewis Hamilton eftir tímatökuna í dag. AP MYND: GURINDER OSAN Sebastian Vettel á Red Bull náði því marki að ná besta tíma tímatöku í þrettanda skipti á árinu, í tímatökunni á Buddh brautinni í Indlandi í dag. Vettel jafnaði þannig árangur sem Alain Prost og Ayrton heitin Senna höfðu áður náð á sínum Formúlu 1 ferli í tímatökum en metið hvað árangur í tímatökum varðar á Nigel Mansell. Mansell náði fjórtan sinnum að vera fljótastur í tímatökum árið 1992. „Þetta var góð törn hjá okkur. Ný braut og nýr vettvangur og erfitt fyrir alla í fyrsta skipti í tímatöku. Það hefur verið ryk á brautinni alla helgina og það var ein aksturslína um brautina. Menn tapa tíma ef þar fara örlítið út fyrir aksturslínuna. (bílarnir missa grip vegna ryksins utan aksturslínunnar) En ég held að okkur hafi tekist vel upp", sagði Vettel um tímatökuna og gat þess að Red Bull bíllinn hefði verið frábær alveg frá fyrstu æfingu á föstudag og í tímatökunni. Red Bull liðið náði því marki í dag að ná besta tíma í tímatöku í sextánda skipti á þessu keppnistímabili og það er nýtt met hjá keppnisliði á sama keppnistímabili. Mark Webber, liðsfélagi Vettel verður annar á ráslínu í kappakstrinum í Indlandi á morgun, Fernando Alonso á Ferrari verður þriðji og Jenson Button á McLaren fjórði. Lewis Hamilton á McLaren verður fimmti, en hann var með næst besta tíma í tímatökunni, en dómarar færðu hann aftur um þrjjú sæti á ráslínu, þar sem hann var brotlegur í brautinni á fyrstu æfingu á föstudag. Vettel hefur unnið tíu Formúlu 1 mót á árinu og er þegar búinn að tryggja sér meistaratitil ökumanna í Formúlu 1. „Ég held að þetta verði áhugaverð keppni. Brautin er krefjandi og ég hlakka til morgundagsins, er spenntur að keppa á morgun," sagði Vettel sem er í fyrsta skipti í Indlandi. Formúlu 1 mótið í Indlandi verður i beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 09.00 í fyrramálið. Formúla Íþróttir Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel á Red Bull náði því marki að ná besta tíma tímatöku í þrettanda skipti á árinu, í tímatökunni á Buddh brautinni í Indlandi í dag. Vettel jafnaði þannig árangur sem Alain Prost og Ayrton heitin Senna höfðu áður náð á sínum Formúlu 1 ferli í tímatökum en metið hvað árangur í tímatökum varðar á Nigel Mansell. Mansell náði fjórtan sinnum að vera fljótastur í tímatökum árið 1992. „Þetta var góð törn hjá okkur. Ný braut og nýr vettvangur og erfitt fyrir alla í fyrsta skipti í tímatöku. Það hefur verið ryk á brautinni alla helgina og það var ein aksturslína um brautina. Menn tapa tíma ef þar fara örlítið út fyrir aksturslínuna. (bílarnir missa grip vegna ryksins utan aksturslínunnar) En ég held að okkur hafi tekist vel upp", sagði Vettel um tímatökuna og gat þess að Red Bull bíllinn hefði verið frábær alveg frá fyrstu æfingu á föstudag og í tímatökunni. Red Bull liðið náði því marki í dag að ná besta tíma í tímatöku í sextánda skipti á þessu keppnistímabili og það er nýtt met hjá keppnisliði á sama keppnistímabili. Mark Webber, liðsfélagi Vettel verður annar á ráslínu í kappakstrinum í Indlandi á morgun, Fernando Alonso á Ferrari verður þriðji og Jenson Button á McLaren fjórði. Lewis Hamilton á McLaren verður fimmti, en hann var með næst besta tíma í tímatökunni, en dómarar færðu hann aftur um þrjjú sæti á ráslínu, þar sem hann var brotlegur í brautinni á fyrstu æfingu á föstudag. Vettel hefur unnið tíu Formúlu 1 mót á árinu og er þegar búinn að tryggja sér meistaratitil ökumanna í Formúlu 1. „Ég held að þetta verði áhugaverð keppni. Brautin er krefjandi og ég hlakka til morgundagsins, er spenntur að keppa á morgun," sagði Vettel sem er í fyrsta skipti í Indlandi. Formúlu 1 mótið í Indlandi verður i beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 09.00 í fyrramálið.
Formúla Íþróttir Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira