Guðjón Pétur Lýðsson og félagar hans í Helsinborg geta bætt öðrum titli í safnið um næstu helgi en liðið tryggði sér í dag sæti í úrslitum sænsku bikarkeppninnar.
Helsingborg tryggði sér í haust Svíþjóðarmeistaratitilinn en liðið vann sænsku úrvalsdeildina með nokkrum yfirburðum.
Guðjón Pétur er í láni hjá félaginu frá Val en hann inn á sem varamaður á 77. mínútu er Helsingborg vann 3-1 sigur á Örebro í undanúrslitunum.
Eiður Aron Sigurbjörnsson lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar hjá Örebro en sigur Helsingborg, sem komst í 3-0 í dag, var nokkuð öruggur.
Mörkin úr leiknum má sjá hér.
Guðjón Pétur og félagar í bikarúrslitin
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

