Viðskipti innlent

Orri Hauksson: "Eigum fjóra heimsmeistara í heilbrigðistækni"

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að mikið af öflugum heilbrigðistæknifyrirtækjum séu í örum vexti á Íslandi, þó það fari kannski ekki hátt, en Orri var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu, spjallþætti um viðskipti og efnahagsmál, á viðskiptavef Stöðvar 2 og Vísis.

Hann segir að Íslendingar eigi fjóra „heimsmeistara í heilbrigðistækni þó við vitum ekki af því." Að mati Orra eru heilbrigðis- og líftækni framtíðarvaxtargreinar í íslensku atvinnulífi og mörg öflug fyrirtæki starfi í kringum heilbrigðiskerfið á Íslandi. Góður stjórnendur á Landspítalanum hafi hjálpað til við að styðja við vöxt þessara fyrirtækja því þeir skilji mikilvægi þeirra. Sjá má bút úr viðtali við Orra þar sem hann ræðir um spennandi fyrirtæki í líftækni hér fyrir ofan. Sjá má viðtalið í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×