Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 26-29 Stefán Árni Pálsson í Mosfellsbæ skrifar 27. október 2011 16:09 FH sigraði Aftureldingu 29-26 í N-1 deild karla í handknattleik í kvöld, en leikurinn fór fram að Varmá. FH-ingar byrjuðu leikinn gríðarlega vel og náðu strax góðu forskoti. Heimamenn gáfust aldrei upp en munurinn var of mikill. Örn Ingi Bjarkason átti frábærann leik fyrir FH og gerði níu mörk. Daníel Andrésson var einnig magnaður í marki FH og varði 21 skot. Jóhann Jóhannsson gerði sex mörk fyrir Aftureldingu. Reynir: Það býr hellingur í þessu liði „Við misstum FH-ingana allt of langt frá okkur í byrjun," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir tapið í kvöld FH komst í 6-1 strax á upphafsmínútum leiksins. „Það er allt of dýrt á móti svona góðu liði eins og FH og við verðum að mæta mun grimmari til leiks". „Við vorum lengi að finna taktinn í kvöld, en áttum í raun möguleika að fá eitthvað út úr þessum leik". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Reyni með því að ýta hér. Kristján Arason: Sáttur með stöðuna eftir sex umferðir „Þetta var virkilega erfiður sigur," sagði Kristján Arason, annar þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. „Vissum vissum að við værum að mæta virkilega baráttuglöðu liði sem væri erfitt að vinna bug á. Þetta var aldrei öruggt þrátt fyrir að hafa leitt allan leikinn".´ „Ég er ánægður að vera með níu stig eftir sex umferðir og núna verðum við bara að halda áfram þessu striki". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Kristján með því að smella hér að ofan. Jóhann Jóhannsson: Verðum að mæta grimmari í leikina „Við höfum lent í þessu áður, að mæta ekki klárir frá fyrstu mínútu," sagði Jóhann Jóhannsson, leikmaður Aftureldingar, eftir leikinn í kvöld. „Það er rosalega erfitt að elta svona allan leikinn og það fór mikil orka í það í kvöld". „Við verðum að finna út úr því af hverju við mættum ekki nægilega grimmir í leikina, það verður gert á næstu dögum". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Jóhann með því að ýta hér. Örn Ingi: Erfitt að vinna leik í þessu húsi „Það er frábært að koma hingað og vinna því þetta er einn af tveimur erfiðustu útivöllum á landinu," sagði Örn Ingi Bjarkason, leikmaður FH, eftir leikinn í kvöld. „Við spilum vel stóra hluta af leiknum en á köflum erum við aðeins of værukærir og hleypum þeim of mikið inn í leikinn". „Við héldum þeim alltaf þægilega frá okkur í kvöld og sigurinn var í raun aldrei í hættu". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Örn Inga með því að ýta hér.Leikir kvöldsins:19.30 Grótta - Fram19.30 Afturelding - FH19.30 Haukar - Valur Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Sjá meira
FH sigraði Aftureldingu 29-26 í N-1 deild karla í handknattleik í kvöld, en leikurinn fór fram að Varmá. FH-ingar byrjuðu leikinn gríðarlega vel og náðu strax góðu forskoti. Heimamenn gáfust aldrei upp en munurinn var of mikill. Örn Ingi Bjarkason átti frábærann leik fyrir FH og gerði níu mörk. Daníel Andrésson var einnig magnaður í marki FH og varði 21 skot. Jóhann Jóhannsson gerði sex mörk fyrir Aftureldingu. Reynir: Það býr hellingur í þessu liði „Við misstum FH-ingana allt of langt frá okkur í byrjun," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir tapið í kvöld FH komst í 6-1 strax á upphafsmínútum leiksins. „Það er allt of dýrt á móti svona góðu liði eins og FH og við verðum að mæta mun grimmari til leiks". „Við vorum lengi að finna taktinn í kvöld, en áttum í raun möguleika að fá eitthvað út úr þessum leik". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Reyni með því að ýta hér. Kristján Arason: Sáttur með stöðuna eftir sex umferðir „Þetta var virkilega erfiður sigur," sagði Kristján Arason, annar þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. „Vissum vissum að við værum að mæta virkilega baráttuglöðu liði sem væri erfitt að vinna bug á. Þetta var aldrei öruggt þrátt fyrir að hafa leitt allan leikinn".´ „Ég er ánægður að vera með níu stig eftir sex umferðir og núna verðum við bara að halda áfram þessu striki". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Kristján með því að smella hér að ofan. Jóhann Jóhannsson: Verðum að mæta grimmari í leikina „Við höfum lent í þessu áður, að mæta ekki klárir frá fyrstu mínútu," sagði Jóhann Jóhannsson, leikmaður Aftureldingar, eftir leikinn í kvöld. „Það er rosalega erfitt að elta svona allan leikinn og það fór mikil orka í það í kvöld". „Við verðum að finna út úr því af hverju við mættum ekki nægilega grimmir í leikina, það verður gert á næstu dögum". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Jóhann með því að ýta hér. Örn Ingi: Erfitt að vinna leik í þessu húsi „Það er frábært að koma hingað og vinna því þetta er einn af tveimur erfiðustu útivöllum á landinu," sagði Örn Ingi Bjarkason, leikmaður FH, eftir leikinn í kvöld. „Við spilum vel stóra hluta af leiknum en á köflum erum við aðeins of værukærir og hleypum þeim of mikið inn í leikinn". „Við héldum þeim alltaf þægilega frá okkur í kvöld og sigurinn var í raun aldrei í hættu". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Örn Inga með því að ýta hér.Leikir kvöldsins:19.30 Grótta - Fram19.30 Afturelding - FH19.30 Haukar - Valur
Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Sjá meira