Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 26-29 Stefán Árni Pálsson í Mosfellsbæ skrifar 27. október 2011 16:09 FH sigraði Aftureldingu 29-26 í N-1 deild karla í handknattleik í kvöld, en leikurinn fór fram að Varmá. FH-ingar byrjuðu leikinn gríðarlega vel og náðu strax góðu forskoti. Heimamenn gáfust aldrei upp en munurinn var of mikill. Örn Ingi Bjarkason átti frábærann leik fyrir FH og gerði níu mörk. Daníel Andrésson var einnig magnaður í marki FH og varði 21 skot. Jóhann Jóhannsson gerði sex mörk fyrir Aftureldingu. Reynir: Það býr hellingur í þessu liði „Við misstum FH-ingana allt of langt frá okkur í byrjun," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir tapið í kvöld FH komst í 6-1 strax á upphafsmínútum leiksins. „Það er allt of dýrt á móti svona góðu liði eins og FH og við verðum að mæta mun grimmari til leiks". „Við vorum lengi að finna taktinn í kvöld, en áttum í raun möguleika að fá eitthvað út úr þessum leik". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Reyni með því að ýta hér. Kristján Arason: Sáttur með stöðuna eftir sex umferðir „Þetta var virkilega erfiður sigur," sagði Kristján Arason, annar þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. „Vissum vissum að við værum að mæta virkilega baráttuglöðu liði sem væri erfitt að vinna bug á. Þetta var aldrei öruggt þrátt fyrir að hafa leitt allan leikinn".´ „Ég er ánægður að vera með níu stig eftir sex umferðir og núna verðum við bara að halda áfram þessu striki". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Kristján með því að smella hér að ofan. Jóhann Jóhannsson: Verðum að mæta grimmari í leikina „Við höfum lent í þessu áður, að mæta ekki klárir frá fyrstu mínútu," sagði Jóhann Jóhannsson, leikmaður Aftureldingar, eftir leikinn í kvöld. „Það er rosalega erfitt að elta svona allan leikinn og það fór mikil orka í það í kvöld". „Við verðum að finna út úr því af hverju við mættum ekki nægilega grimmir í leikina, það verður gert á næstu dögum". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Jóhann með því að ýta hér. Örn Ingi: Erfitt að vinna leik í þessu húsi „Það er frábært að koma hingað og vinna því þetta er einn af tveimur erfiðustu útivöllum á landinu," sagði Örn Ingi Bjarkason, leikmaður FH, eftir leikinn í kvöld. „Við spilum vel stóra hluta af leiknum en á köflum erum við aðeins of værukærir og hleypum þeim of mikið inn í leikinn". „Við héldum þeim alltaf þægilega frá okkur í kvöld og sigurinn var í raun aldrei í hættu". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Örn Inga með því að ýta hér.Leikir kvöldsins:19.30 Grótta - Fram19.30 Afturelding - FH19.30 Haukar - Valur Olís-deild karla Mest lesið „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
FH sigraði Aftureldingu 29-26 í N-1 deild karla í handknattleik í kvöld, en leikurinn fór fram að Varmá. FH-ingar byrjuðu leikinn gríðarlega vel og náðu strax góðu forskoti. Heimamenn gáfust aldrei upp en munurinn var of mikill. Örn Ingi Bjarkason átti frábærann leik fyrir FH og gerði níu mörk. Daníel Andrésson var einnig magnaður í marki FH og varði 21 skot. Jóhann Jóhannsson gerði sex mörk fyrir Aftureldingu. Reynir: Það býr hellingur í þessu liði „Við misstum FH-ingana allt of langt frá okkur í byrjun," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir tapið í kvöld FH komst í 6-1 strax á upphafsmínútum leiksins. „Það er allt of dýrt á móti svona góðu liði eins og FH og við verðum að mæta mun grimmari til leiks". „Við vorum lengi að finna taktinn í kvöld, en áttum í raun möguleika að fá eitthvað út úr þessum leik". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Reyni með því að ýta hér. Kristján Arason: Sáttur með stöðuna eftir sex umferðir „Þetta var virkilega erfiður sigur," sagði Kristján Arason, annar þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. „Vissum vissum að við værum að mæta virkilega baráttuglöðu liði sem væri erfitt að vinna bug á. Þetta var aldrei öruggt þrátt fyrir að hafa leitt allan leikinn".´ „Ég er ánægður að vera með níu stig eftir sex umferðir og núna verðum við bara að halda áfram þessu striki". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Kristján með því að smella hér að ofan. Jóhann Jóhannsson: Verðum að mæta grimmari í leikina „Við höfum lent í þessu áður, að mæta ekki klárir frá fyrstu mínútu," sagði Jóhann Jóhannsson, leikmaður Aftureldingar, eftir leikinn í kvöld. „Það er rosalega erfitt að elta svona allan leikinn og það fór mikil orka í það í kvöld". „Við verðum að finna út úr því af hverju við mættum ekki nægilega grimmir í leikina, það verður gert á næstu dögum". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Jóhann með því að ýta hér. Örn Ingi: Erfitt að vinna leik í þessu húsi „Það er frábært að koma hingað og vinna því þetta er einn af tveimur erfiðustu útivöllum á landinu," sagði Örn Ingi Bjarkason, leikmaður FH, eftir leikinn í kvöld. „Við spilum vel stóra hluta af leiknum en á köflum erum við aðeins of værukærir og hleypum þeim of mikið inn í leikinn". „Við héldum þeim alltaf þægilega frá okkur í kvöld og sigurinn var í raun aldrei í hættu". Hægt er að sjá myndbandsupptöku að viðtalinu við Örn Inga með því að ýta hér.Leikir kvöldsins:19.30 Grótta - Fram19.30 Afturelding - FH19.30 Haukar - Valur
Olís-deild karla Mest lesið „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira