Þrír leikir fóru fram í Lengjubikarkeppni karla í körfubolta, en KFÍ tók á móti Grindavík á Ísafirði, en suðurnesjaliðið var aldrei í vandræðum með Ísfirðingana og unnu þá með 25 stiga mun 100-75. Giordan Watson var með 18 stig og sex stoðsendingar fyrir Grindvíkinga, en Ari Gylfason gerði 29 stig fyrir KFÍ.
Tindastóll tók á móti Stjörnunni á Króknum og voru þeir bláklæddu heldur ekki í vandræðum með stólana og unnu þá 87-69. Jovan Zdravevski fór mikinn í liði Stjörnunnar og gerði 25 stig. Helgi Freyr Margeirsson átti fínan leik fyrir Tindastólsmenn og gerði 17 stig og tók 5 fráköst.
Mest spennandi leikur kvöldsins vá í Hveragerði þegar Hamar tók á móti Keflvíkingum. Úrvalsdeildarliðið bar sigur úr býtum gegn Hamri 98-83 og komust því áfram í næstu umferð.
Leikurinn var opinn fyrstu þrjá leikhlutana en Keflvíkingar sigu framúr í loka fjórðungnum og unnu öruggan sigur. Charles Michael Parker átti stórleik fyrir Keflavík og skoraði 27 stig.
Brandon Cotton átti frábæran leik fyrir Hamar og skoraði 35 stig, en þessi leikmaður var rekinn frá Snæfelli um helgina og lék sinn fyrsta leik með liðinu í kvöld.
Allt eftir bókinni í Lengjubikar karla í körfubolta
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn



„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

