Dóra María kom inn á og tryggði íslenskan sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2011 13:50 Mynd/Daníel Dóra María Lárusdóttir var hetja íslenska kvennalandsliðsins sem vann nauman 1-0 sigur á Ungverjalandi í fyrsta útileik sínum í undankeppni EM 2013. Dóra María skoraði markið á 68. mínútu en hún kom inn á sem varamaður í hálfleik. Sigurmark Dóru Maríu kom eftir fyrirgjöf frá Fanndísi Friðriksdóttur og skalla Margrétar Láru Viðarsdóttur sem var varinn. Íslensku stelpurnar voru búnar að bíða lengi eftir þessu marki því liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik í 3-1 sigri á Noregi en hafði síðan ekki skorað í rúma fjóra hálfleiki eða í 216 mínútur þegar Dóra María skoraði þetta mikilvæga mark. Athygli vekur að Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, notaði Eddu Garðarsdóttur ekkert í þessum leik í dag en hún var kominn aftur inn í hópinn eftir meiðsli. Sigurður Ragnar skipti þeim Dóru Maríu, Dagnýju Brynjarsdóttur og Guðnýju Björk Óðinsdóttir inn en Edda sat allan tímann á bekknum. Íslensku stelpurnar hafa nú náð í tíu stig af tólf mögulegum í riðlinum en þær mæta síðan Norður-Írum í Belfast á miðvikudaginn kemur. Umfjöllun um leikinn af heimasíðu KSÍ:Dóra María Lárusdóttir.Mynd/AntonÍslenska kvennalandsliðið vann góðan útisigur á Ungverjum í dag en leikurinn var í undankeppni EM. Lokatölur urðu 0 - 1 og var það Dóra María Lárusdóttir sem að skorað mark Íslands á 68. mínútu. Mikil barátta einkenndi leikinn og ekki litu mörg færi dagsins ljós. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað en íslenska liðið tók þó fljótt yfirhöndina og réð ferðinni mestan hluta hálfleiksins. Færin sem sköpuðust voru ekki mörg og Margrét Lára komst næst því á 34. mínútu en varnarmenn Ungverja komust í veg fyrir skotið. Undir lok hálfleiksins sóttu heimastúlkur í sig veðrið og þurfti Þóra að taka einu sinni á stóra sínum til þess að koma í veg fyrir að Ungverjar kæmust yfir. Þóra var aftur í sviðsljósinu í byrjun seinni hálfleiks þegar hún bjargaði glæsilega eftir að sóknarmaður Ungverja og Þróttar, Fanny Vago, komst ein inn fyrir vörn Íslands. Seinni hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu og hlaup nokkur harka í leikinn. Okkar stelpur fengu að líta gula spjaldið í þrígang í seinni hálfleiknum hjá þýska dómaranum enda ekkert gefið eftir. Baráttan kom nokkuð niður á flæði í sóknar leiknum og sköpuðu stelpurnar ekki mikið af færum. Það var hinsvegar Dóra María Lárusdóttir sem braut ísinn á 68. mínútu eftir mikinn atgang í teignum. Markvörður Ungverja varði skalla frá Margréti Láru en Dóra María kom boltanum yfir línuna. Það reyndist vera eina mark leiksins og gátu stelpurnar fagnað stigunum þremur í leikslok. Í heilt yfir var leikurinn ekkert sérstaklega leikinn af hálfu stelpnanna en ungverska liðið veitti þeim svo sannarlega verðuga mótspyrnu. Stigin þrjú hinsvegar dýrmæt í baráttunni um að komast í úrslitakeppni EM í Svíþjóð því þangað stefna stelpurnar. Íslenski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Dóra María Lárusdóttir var hetja íslenska kvennalandsliðsins sem vann nauman 1-0 sigur á Ungverjalandi í fyrsta útileik sínum í undankeppni EM 2013. Dóra María skoraði markið á 68. mínútu en hún kom inn á sem varamaður í hálfleik. Sigurmark Dóru Maríu kom eftir fyrirgjöf frá Fanndísi Friðriksdóttur og skalla Margrétar Láru Viðarsdóttur sem var varinn. Íslensku stelpurnar voru búnar að bíða lengi eftir þessu marki því liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik í 3-1 sigri á Noregi en hafði síðan ekki skorað í rúma fjóra hálfleiki eða í 216 mínútur þegar Dóra María skoraði þetta mikilvæga mark. Athygli vekur að Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, notaði Eddu Garðarsdóttur ekkert í þessum leik í dag en hún var kominn aftur inn í hópinn eftir meiðsli. Sigurður Ragnar skipti þeim Dóru Maríu, Dagnýju Brynjarsdóttur og Guðnýju Björk Óðinsdóttir inn en Edda sat allan tímann á bekknum. Íslensku stelpurnar hafa nú náð í tíu stig af tólf mögulegum í riðlinum en þær mæta síðan Norður-Írum í Belfast á miðvikudaginn kemur. Umfjöllun um leikinn af heimasíðu KSÍ:Dóra María Lárusdóttir.Mynd/AntonÍslenska kvennalandsliðið vann góðan útisigur á Ungverjum í dag en leikurinn var í undankeppni EM. Lokatölur urðu 0 - 1 og var það Dóra María Lárusdóttir sem að skorað mark Íslands á 68. mínútu. Mikil barátta einkenndi leikinn og ekki litu mörg færi dagsins ljós. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað en íslenska liðið tók þó fljótt yfirhöndina og réð ferðinni mestan hluta hálfleiksins. Færin sem sköpuðust voru ekki mörg og Margrét Lára komst næst því á 34. mínútu en varnarmenn Ungverja komust í veg fyrir skotið. Undir lok hálfleiksins sóttu heimastúlkur í sig veðrið og þurfti Þóra að taka einu sinni á stóra sínum til þess að koma í veg fyrir að Ungverjar kæmust yfir. Þóra var aftur í sviðsljósinu í byrjun seinni hálfleiks þegar hún bjargaði glæsilega eftir að sóknarmaður Ungverja og Þróttar, Fanny Vago, komst ein inn fyrir vörn Íslands. Seinni hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu og hlaup nokkur harka í leikinn. Okkar stelpur fengu að líta gula spjaldið í þrígang í seinni hálfleiknum hjá þýska dómaranum enda ekkert gefið eftir. Baráttan kom nokkuð niður á flæði í sóknar leiknum og sköpuðu stelpurnar ekki mikið af færum. Það var hinsvegar Dóra María Lárusdóttir sem braut ísinn á 68. mínútu eftir mikinn atgang í teignum. Markvörður Ungverja varði skalla frá Margréti Láru en Dóra María kom boltanum yfir línuna. Það reyndist vera eina mark leiksins og gátu stelpurnar fagnað stigunum þremur í leikslok. Í heilt yfir var leikurinn ekkert sérstaklega leikinn af hálfu stelpnanna en ungverska liðið veitti þeim svo sannarlega verðuga mótspyrnu. Stigin þrjú hinsvegar dýrmæt í baráttunni um að komast í úrslitakeppni EM í Svíþjóð því þangað stefna stelpurnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira