Jón Vilhelm Ákason skrifaði í dag undir tveggja ára samning við ÍA en hann hefur leikið með Valsmönnum að undanförnu.
Jón Vilhelm er uppalinn skagamaður en fór til Vals fyrir tímabilið 2010 þar sem hann spilaði alls 36 leiki og skoraði í þeim átta mörk.
ÍA vann sér sæti í efstu deild á nýjan leik nú í haust eftir þriggja ára fjarveru. Það er Skagamönnum mikil styrking að fá Jón Vilhelm aftur í sínar raðir en hann á alls að baki 132 leiki í deild og bikar á ferlinum, bæði með Val og ÍA. Í þeim leikjum hefur hann skorað nítján mörk.
Jón Vilhelm kominn aftur í ÍA
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti







Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
