Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Þ 95-94 eftir framlengingu Stefán Árni Pálsson í DHL-höllinni skrifar 30. október 2011 20:53 KR vann Þór frá Þorlákshöfn 95-94 í DHL-höllinni í kvöld, en leikurinn var í A-riðli Lengjubikarkeppni KKÍ. Framlengja þurfti leikinn og var hann æsispennandi frá byrjun. KR-ingar eru því komnir í efsta sæti riðilsins með 4 stig, en aðeins fer eitt lið áfram í undanúrslit. Þórsarar eru sem fyrr með tvö stig. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með í fyrsta leikhlutanum. Þórsarar voru samt ákveðnari og sýndu á köflum frábæra takta í sóknarleik sínum. Smá saman náði gestirnir fínu forskoti og þegar fyrsta fjórðungnum var lokið var staðan 28-20 fyrir Þór Þorlákshöfn. Gestirnir héldu áfram uppteknum hættu í byrjun annars leikhluta og komust í 42-33. Guðmundur Jónsson, leikmaður Þór, var að spila vel í fyrri hálfleiknum sem og Michael Ringgold, en þeir báru upp sóknarleik gestanna. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, leyfði mörgum að spreyta sig í leiknum í kvöld og ungir drengir fengu tækifærið. KR-ingar komu sterkir inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks og var staðan 42-39 í hálfleik. KR byrjaði síðari hálfleikinn vel og komust fljótlega yfir 50-46. Leikurinn var oft á tíðum nokkuð grófur og oftar en ekki var brotið harkalega á mönnum. Staðan var 63-59 fyrir KR eftir þriðja leikhlutann og enn galopinn leikur. Gestirnir voru ekki lengi að komast yfir eftir fína byrjun í fjórða leikhlutanum. Munurinn var aldrei mikill á liðunum það sem eftir lifði leiks og nánast jafnt á öllum tölum. Þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan 79-79. Þegar 12 sekúndur voru eftir af leiknum var staðan 82-79 fyrir KR og Þór með boltann. Gestirnir gátu því með einni þriggja stiga körfu jafnað metin. Boltinn barst til Grétars Inga Erlingssonar sem gerði sér lítið fyrir og jafnaði leikinn. Framlengja þurfti því leikinn. Í framlengingunni var einnig gríðarlega jöfn og þegar 1 og hálf mínúta var eftir af henni var jafnt 90-90. Þegar 8 sekúndur voru eftir fengu gestirnir tvö víti og höfðu eins stigs forystu. Marko Latinovic fór á línuna og misnotaði bæði skotin. Edward Lee Horton náði frákastinu, brunaði fram og setti boltann í körfuna. Magnaður sigur KR-inga.Hrafn: Vorum að flækja sóknarleikinn allt of mikið „Það er margt sem ég nokkuð ósáttur við eftir þennan leik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta er hörkulið sem stóð svo sannarlega í okkur. Við vorum í raun bara heppnir að vinna leikinn. Það voru ákveðnir hlutir sem ég var samt sem áður ánægður með og má sérstaklega nefna framlagið frá Martin Hermannssyni. Liðið var að flækja hlutina allt of mikið sóknarlega í kvöld og við verðum að finna lausnir við því“. Sjá má viðtalið við Hrafn hér að ofan.Benedikt: Spurning um eitt frákast til eða frá„Það er sennilega eins sárt að tapa svona eins og það var ljúft fyrir KR-ingana,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. „Þetta var bara spurning um eitt frákast til eða frá. Þetta bara féll ekki með okkur í kvöld. Leikurinn var virkilega jafn allan tímann, stál í stál allan tímann. Næst eigum við leik gegn Stjörnunni og við verðum bara að horfa á það verkefni núna“. Sjá má myndband af viðtalinu við Benedikt með því að ýta hér.KR-Þór Þorlákshöfn 95-94 (20-28, 19-14, 24-17, 19-23, 13-12)KR: David Tairu 23/7 fráköst, Edward Lee Horton Jr. 20/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 15/7 fráköst, Martin Hermannsson 12/8 fráköst, Finnur Atli Magnusson 7/7 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 5/4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 4/6 fráköst, Kristófer Acox 4, Jón Orri Kristjánsson 4/4 fráköst, Páll Fannar Helgason 1.Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 29/10 fráköst/8 stoðsendingar, Michael Ringgold 20/7 fráköst, Guðmundur Jónsson 13, Marko Latinovic 13/8 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 8/9 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 6, Darri Hilmarsson 4/6 fráköst, Emil Karel Einarsson 1. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira
KR vann Þór frá Þorlákshöfn 95-94 í DHL-höllinni í kvöld, en leikurinn var í A-riðli Lengjubikarkeppni KKÍ. Framlengja þurfti leikinn og var hann æsispennandi frá byrjun. KR-ingar eru því komnir í efsta sæti riðilsins með 4 stig, en aðeins fer eitt lið áfram í undanúrslit. Þórsarar eru sem fyrr með tvö stig. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með í fyrsta leikhlutanum. Þórsarar voru samt ákveðnari og sýndu á köflum frábæra takta í sóknarleik sínum. Smá saman náði gestirnir fínu forskoti og þegar fyrsta fjórðungnum var lokið var staðan 28-20 fyrir Þór Þorlákshöfn. Gestirnir héldu áfram uppteknum hættu í byrjun annars leikhluta og komust í 42-33. Guðmundur Jónsson, leikmaður Þór, var að spila vel í fyrri hálfleiknum sem og Michael Ringgold, en þeir báru upp sóknarleik gestanna. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, leyfði mörgum að spreyta sig í leiknum í kvöld og ungir drengir fengu tækifærið. KR-ingar komu sterkir inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks og var staðan 42-39 í hálfleik. KR byrjaði síðari hálfleikinn vel og komust fljótlega yfir 50-46. Leikurinn var oft á tíðum nokkuð grófur og oftar en ekki var brotið harkalega á mönnum. Staðan var 63-59 fyrir KR eftir þriðja leikhlutann og enn galopinn leikur. Gestirnir voru ekki lengi að komast yfir eftir fína byrjun í fjórða leikhlutanum. Munurinn var aldrei mikill á liðunum það sem eftir lifði leiks og nánast jafnt á öllum tölum. Þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan 79-79. Þegar 12 sekúndur voru eftir af leiknum var staðan 82-79 fyrir KR og Þór með boltann. Gestirnir gátu því með einni þriggja stiga körfu jafnað metin. Boltinn barst til Grétars Inga Erlingssonar sem gerði sér lítið fyrir og jafnaði leikinn. Framlengja þurfti því leikinn. Í framlengingunni var einnig gríðarlega jöfn og þegar 1 og hálf mínúta var eftir af henni var jafnt 90-90. Þegar 8 sekúndur voru eftir fengu gestirnir tvö víti og höfðu eins stigs forystu. Marko Latinovic fór á línuna og misnotaði bæði skotin. Edward Lee Horton náði frákastinu, brunaði fram og setti boltann í körfuna. Magnaður sigur KR-inga.Hrafn: Vorum að flækja sóknarleikinn allt of mikið „Það er margt sem ég nokkuð ósáttur við eftir þennan leik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta er hörkulið sem stóð svo sannarlega í okkur. Við vorum í raun bara heppnir að vinna leikinn. Það voru ákveðnir hlutir sem ég var samt sem áður ánægður með og má sérstaklega nefna framlagið frá Martin Hermannssyni. Liðið var að flækja hlutina allt of mikið sóknarlega í kvöld og við verðum að finna lausnir við því“. Sjá má viðtalið við Hrafn hér að ofan.Benedikt: Spurning um eitt frákast til eða frá„Það er sennilega eins sárt að tapa svona eins og það var ljúft fyrir KR-ingana,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. „Þetta var bara spurning um eitt frákast til eða frá. Þetta bara féll ekki með okkur í kvöld. Leikurinn var virkilega jafn allan tímann, stál í stál allan tímann. Næst eigum við leik gegn Stjörnunni og við verðum bara að horfa á það verkefni núna“. Sjá má myndband af viðtalinu við Benedikt með því að ýta hér.KR-Þór Þorlákshöfn 95-94 (20-28, 19-14, 24-17, 19-23, 13-12)KR: David Tairu 23/7 fráköst, Edward Lee Horton Jr. 20/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 15/7 fráköst, Martin Hermannsson 12/8 fráköst, Finnur Atli Magnusson 7/7 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 5/4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 4/6 fráköst, Kristófer Acox 4, Jón Orri Kristjánsson 4/4 fráköst, Páll Fannar Helgason 1.Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 29/10 fráköst/8 stoðsendingar, Michael Ringgold 20/7 fráköst, Guðmundur Jónsson 13, Marko Latinovic 13/8 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 8/9 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 6, Darri Hilmarsson 4/6 fráköst, Emil Karel Einarsson 1.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Sjá meira