Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Þ 95-94 eftir framlengingu Stefán Árni Pálsson í DHL-höllinni skrifar 30. október 2011 20:53 KR vann Þór frá Þorlákshöfn 95-94 í DHL-höllinni í kvöld, en leikurinn var í A-riðli Lengjubikarkeppni KKÍ. Framlengja þurfti leikinn og var hann æsispennandi frá byrjun. KR-ingar eru því komnir í efsta sæti riðilsins með 4 stig, en aðeins fer eitt lið áfram í undanúrslit. Þórsarar eru sem fyrr með tvö stig. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með í fyrsta leikhlutanum. Þórsarar voru samt ákveðnari og sýndu á köflum frábæra takta í sóknarleik sínum. Smá saman náði gestirnir fínu forskoti og þegar fyrsta fjórðungnum var lokið var staðan 28-20 fyrir Þór Þorlákshöfn. Gestirnir héldu áfram uppteknum hættu í byrjun annars leikhluta og komust í 42-33. Guðmundur Jónsson, leikmaður Þór, var að spila vel í fyrri hálfleiknum sem og Michael Ringgold, en þeir báru upp sóknarleik gestanna. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, leyfði mörgum að spreyta sig í leiknum í kvöld og ungir drengir fengu tækifærið. KR-ingar komu sterkir inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks og var staðan 42-39 í hálfleik. KR byrjaði síðari hálfleikinn vel og komust fljótlega yfir 50-46. Leikurinn var oft á tíðum nokkuð grófur og oftar en ekki var brotið harkalega á mönnum. Staðan var 63-59 fyrir KR eftir þriðja leikhlutann og enn galopinn leikur. Gestirnir voru ekki lengi að komast yfir eftir fína byrjun í fjórða leikhlutanum. Munurinn var aldrei mikill á liðunum það sem eftir lifði leiks og nánast jafnt á öllum tölum. Þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan 79-79. Þegar 12 sekúndur voru eftir af leiknum var staðan 82-79 fyrir KR og Þór með boltann. Gestirnir gátu því með einni þriggja stiga körfu jafnað metin. Boltinn barst til Grétars Inga Erlingssonar sem gerði sér lítið fyrir og jafnaði leikinn. Framlengja þurfti því leikinn. Í framlengingunni var einnig gríðarlega jöfn og þegar 1 og hálf mínúta var eftir af henni var jafnt 90-90. Þegar 8 sekúndur voru eftir fengu gestirnir tvö víti og höfðu eins stigs forystu. Marko Latinovic fór á línuna og misnotaði bæði skotin. Edward Lee Horton náði frákastinu, brunaði fram og setti boltann í körfuna. Magnaður sigur KR-inga.Hrafn: Vorum að flækja sóknarleikinn allt of mikið „Það er margt sem ég nokkuð ósáttur við eftir þennan leik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta er hörkulið sem stóð svo sannarlega í okkur. Við vorum í raun bara heppnir að vinna leikinn. Það voru ákveðnir hlutir sem ég var samt sem áður ánægður með og má sérstaklega nefna framlagið frá Martin Hermannssyni. Liðið var að flækja hlutina allt of mikið sóknarlega í kvöld og við verðum að finna lausnir við því“. Sjá má viðtalið við Hrafn hér að ofan.Benedikt: Spurning um eitt frákast til eða frá„Það er sennilega eins sárt að tapa svona eins og það var ljúft fyrir KR-ingana,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. „Þetta var bara spurning um eitt frákast til eða frá. Þetta bara féll ekki með okkur í kvöld. Leikurinn var virkilega jafn allan tímann, stál í stál allan tímann. Næst eigum við leik gegn Stjörnunni og við verðum bara að horfa á það verkefni núna“. Sjá má myndband af viðtalinu við Benedikt með því að ýta hér.KR-Þór Þorlákshöfn 95-94 (20-28, 19-14, 24-17, 19-23, 13-12)KR: David Tairu 23/7 fráköst, Edward Lee Horton Jr. 20/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 15/7 fráköst, Martin Hermannsson 12/8 fráköst, Finnur Atli Magnusson 7/7 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 5/4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 4/6 fráköst, Kristófer Acox 4, Jón Orri Kristjánsson 4/4 fráköst, Páll Fannar Helgason 1.Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 29/10 fráköst/8 stoðsendingar, Michael Ringgold 20/7 fráköst, Guðmundur Jónsson 13, Marko Latinovic 13/8 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 8/9 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 6, Darri Hilmarsson 4/6 fráköst, Emil Karel Einarsson 1. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
KR vann Þór frá Þorlákshöfn 95-94 í DHL-höllinni í kvöld, en leikurinn var í A-riðli Lengjubikarkeppni KKÍ. Framlengja þurfti leikinn og var hann æsispennandi frá byrjun. KR-ingar eru því komnir í efsta sæti riðilsins með 4 stig, en aðeins fer eitt lið áfram í undanúrslit. Þórsarar eru sem fyrr með tvö stig. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með í fyrsta leikhlutanum. Þórsarar voru samt ákveðnari og sýndu á köflum frábæra takta í sóknarleik sínum. Smá saman náði gestirnir fínu forskoti og þegar fyrsta fjórðungnum var lokið var staðan 28-20 fyrir Þór Þorlákshöfn. Gestirnir héldu áfram uppteknum hættu í byrjun annars leikhluta og komust í 42-33. Guðmundur Jónsson, leikmaður Þór, var að spila vel í fyrri hálfleiknum sem og Michael Ringgold, en þeir báru upp sóknarleik gestanna. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, leyfði mörgum að spreyta sig í leiknum í kvöld og ungir drengir fengu tækifærið. KR-ingar komu sterkir inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks og var staðan 42-39 í hálfleik. KR byrjaði síðari hálfleikinn vel og komust fljótlega yfir 50-46. Leikurinn var oft á tíðum nokkuð grófur og oftar en ekki var brotið harkalega á mönnum. Staðan var 63-59 fyrir KR eftir þriðja leikhlutann og enn galopinn leikur. Gestirnir voru ekki lengi að komast yfir eftir fína byrjun í fjórða leikhlutanum. Munurinn var aldrei mikill á liðunum það sem eftir lifði leiks og nánast jafnt á öllum tölum. Þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan 79-79. Þegar 12 sekúndur voru eftir af leiknum var staðan 82-79 fyrir KR og Þór með boltann. Gestirnir gátu því með einni þriggja stiga körfu jafnað metin. Boltinn barst til Grétars Inga Erlingssonar sem gerði sér lítið fyrir og jafnaði leikinn. Framlengja þurfti því leikinn. Í framlengingunni var einnig gríðarlega jöfn og þegar 1 og hálf mínúta var eftir af henni var jafnt 90-90. Þegar 8 sekúndur voru eftir fengu gestirnir tvö víti og höfðu eins stigs forystu. Marko Latinovic fór á línuna og misnotaði bæði skotin. Edward Lee Horton náði frákastinu, brunaði fram og setti boltann í körfuna. Magnaður sigur KR-inga.Hrafn: Vorum að flækja sóknarleikinn allt of mikið „Það er margt sem ég nokkuð ósáttur við eftir þennan leik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta er hörkulið sem stóð svo sannarlega í okkur. Við vorum í raun bara heppnir að vinna leikinn. Það voru ákveðnir hlutir sem ég var samt sem áður ánægður með og má sérstaklega nefna framlagið frá Martin Hermannssyni. Liðið var að flækja hlutina allt of mikið sóknarlega í kvöld og við verðum að finna lausnir við því“. Sjá má viðtalið við Hrafn hér að ofan.Benedikt: Spurning um eitt frákast til eða frá„Það er sennilega eins sárt að tapa svona eins og það var ljúft fyrir KR-ingana,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. „Þetta var bara spurning um eitt frákast til eða frá. Þetta bara féll ekki með okkur í kvöld. Leikurinn var virkilega jafn allan tímann, stál í stál allan tímann. Næst eigum við leik gegn Stjörnunni og við verðum bara að horfa á það verkefni núna“. Sjá má myndband af viðtalinu við Benedikt með því að ýta hér.KR-Þór Þorlákshöfn 95-94 (20-28, 19-14, 24-17, 19-23, 13-12)KR: David Tairu 23/7 fráköst, Edward Lee Horton Jr. 20/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 15/7 fráköst, Martin Hermannsson 12/8 fráköst, Finnur Atli Magnusson 7/7 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 5/4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 4/6 fráköst, Kristófer Acox 4, Jón Orri Kristjánsson 4/4 fráköst, Páll Fannar Helgason 1.Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 29/10 fráköst/8 stoðsendingar, Michael Ringgold 20/7 fráköst, Guðmundur Jónsson 13, Marko Latinovic 13/8 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 8/9 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 6, Darri Hilmarsson 4/6 fráköst, Emil Karel Einarsson 1.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum