KKÍ hefur ákveðið að fresta viðureign Hauka og KFÍ í Lengjubikar karla í kvöld þar sem ekki er flugfært á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur.
Ákveðið hefur verið að leikurinn fari fram á morgun klukkan 20.00. Liðin spila í B-riðli en Haukar unnu Fjölni í fyrstu umferð riðlakeppninnar á meðan að Ísfirðingar töpuðu fyrir Grindavík á heimavelli.
Tveir aðrir leikir fara fram í Lengjubikarnum í kvöld. KR tekur á móti Þór frá Þorlákshöfn í A-riðli og þá mætir Snæfell liði Tindastóls á heimavelli í C-riðli. Báðir leikir hefjast klukkan 19.15.
Viðureign Hauka og KFÍ frestað
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið






„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Íslenski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn